Heimur þar allir skilja hvern annan er betri heimur

The Enligsh, French and Swedish documents are revised in May 2005.

Skjal þetta fjallar um málaglunduroðann í Efnahagsbandalaginu (EB), hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) og í heiminum, og um mikilvægi þess að sameinast um hvaða tungumál við eigum að nota í alþjóðasamskiptum. Einnig um hvers vegna það er mikilvægt að viðhalda tungumálum okkar og gæta þeirra. Það verðum við að gera ef mörg þeirra eiga ekki að deyja út á næstunni.

SÞ hefur sex og EB bráðum 20 opinbert tungumál, nokkuð sem er þungt í vöfum og kostar okkur öll mikla peninga.

Ég heiti Hans Malv og er læknir. Ég skrifaði skjal þetta að eigin frumkvæði og skrifa ekki á vegum neinnar hreyfingar eða félagsskapar. Ég hef ekki fengið neinn fjárhagslegan stuðning. Hvers vegna hef ég þá skrifið skjalið? Svarið er einfaldlega vegna þess að mér finnst samskipti milli fólks, og þá einnig milli ólíkra tungumálasvæða, vera mjög mikilvæg fyrir okkur öll á þessari jörð. Ekki minnst af fjárhagslegum ástæðum en einnig af mannúðar- og menningarlegum ástæðum.

Ég bý á
Lugna gatan 12,
SE - 211 60 Malmö.
Svíþjóð/Sverige

If you want to write me a letter, please write in English.

”Mörk tungumáls míns eru mörk alheims míns.” - Ludwig Wittgenstein.

Við getum minnkað kostnaðinn fyrir bæði SÞ og EB með sem samsvarar tugum milljarða íslenskra króna. Það er þörf fyrir peningana annars staðar og fáum við friðsamari heim í kaupbæti.

Það fjallar um þinn heim. Þú berð ábyrgð.

Eftir nokkur ár verður kannski nóg að læra tvö tungumál, móðurmálið og eitt annað tungumál fyrir aðra hluta heimsins. Kunnátta í tveimur tungumálum mun þá nægja til að tala við og skilja alla aðra.

Rússi og Japani

Hvaða tungumál eiga Pólverjar og Grikkir að nota þegar þeir vilja tala saman? Eða Rússi og Japani? Noti þeir ensku munu skoðanaskipti þeirra vera fáskrúðug þar sem enska er frekar erfitt tungumál með mikinn orðaforða sem krefst minnst tíu ára náms fyrir meðaltungumálamanneskju að ná góðu valdi á. Já, hvers vegna ættu þeir að tala saman á ensku þegar til eru aðrir og betri möguleikar?

Samvinna verður auðveldari ef allir tala sama tungumál. Þrátt fyrir að alþjóðleg samvinna verður æ meiri og mikilvægari er ekkert eitt ákveðið tungumál heldur mörg tungumál notuð í alþjóðlegu samskiptunum. Með hvaða tungumáli mælir þú?

Hvaða tungumál sem þú velur er víst að fjöldi fólks um allan heim mun neita að taka val þitt gilt.

Hver er þá lausnin? Lausin er esperantó, tungumál sem er auðvelt að læra og sem fleiri milljónir þegar hafa lært. En það eru einnig til fleiri lausnir.

Fyrir eigin hag og fyrir hag alls mannkynsins, haltu áfram að lesa og þér mun verða ljóst að það er til lausn á tungumálavandamálum SÞ, EB og heimsins alls. Lausn sem varnar því að mörg tungumál, og þeir menningarheimar sem þau eru fulltrúar fyrir, deyji út. Tungumálum heimsins, stórum sem smáum, eigum við að viðhalda og gæta, annars verðum við fátækari.

Betri heimur

Ef öll börn og unglingar í heiminum myndu byrja að læra esperantó í dag gætu þau talað saman án vandkvæða eftir nokkur ár. Unga fólkið í dag er fullorðna fólk morgundagsins. Við getum gefið þeim betri heim að lifa í, heim án tungumálahindranna.

Að veita öllum börnum heims grunnmenntun myndi kosta aukalega 6 milljarði bandaríkjadali. (Ég veit ekki hvort hér er reiknað með málanámi). Til samanburðar má geta þess að íbúar Evrópu eyða 105 milljörðum bandaríkjadala í áfengi (skv. upplýsingum frá SÞ). Það er betra að kenna fólki að veiða fisk en að gefa þeim hann.

Ertu búin að gleyma skólagöngu þinni?

Samþykkir þú að milljónir barna og unglinga um víða veröld neyðast til að eyða stórum hluta skólagöngu sinnar í að læra ensku eða önnur framandi tungumál, tungumál sem þau flest munu aldrei koma að ná góðu valdi á. Hefur þú gleymt eigin skólagöngu, þetta framburðarstagl á framandi tungumálum, stafssetning og óregluleg málfræði? Vilt þú ekki hlífa komandi kynslóðum við þessu, þegar betri valkostur er til?

Stór hluti af íbúum jarðarinnar þjáist af erfiðri og mjög dýrri fötlun – tungumálafötlun.

Esperantó er létt að læra að tala og skrifa. Öll orð eru borin fram eins og þau eru skrifuð. Málfræðin er létt og þar eru engar undantekningar. Lestu og þú kemst að hvernig við leysum tungumálavanda SÞ, EB og heimsins. Þú getur lagt þitt af mörkum.

Efnisyfirlit:


© Hans Malv, 2004