Það er ekki létt að þýða

Það er mjög dýrt að þýða tungumál og þeim mun ólíkari tungumálin eru þeim mun dýrari.

Það að starfa sem þýðandi er að stórum hluta til leynilögreglustarf. Eitt orð getur innihaldið mismunandi tegundir af upplýsingum á ólíkum tungumálum. T.d. innihalda ensku orðin: His secretary upplýsingar um kyn yfirmannsins en ekki ritarans. Hvernig ætti að þýða þetta yfir á frönsku, eða öfugt þegar samsvarandi er sagt á frönsku: Son secrétaire sem þýðir karlkyns ritari hans eða hennar? Ef ritarinn er kona heitir það: Sa secrétaire. En engin af setningunum gefur nokkrar upplýsingar um kyn yfirmannsins. Við þýðingar frá ensku til frönsku og margra annara tungumála þá verður þýðandinn að leita upplýsinga um kyn ritarans. Stundum getur nafnið gefið vísbendingu en ekki alltaf. Er ritarinn Wu Wong maður eða kona? Við þýðingar á fjölda tungumála, t.d. spænsku, frönsku og ítölsku verður þýðandinn að vita þetta til að geta þýtt rétt.

Í mörgum menningaheimum er það mjög móðgandi að nefna rangt kyn á viðkomandi einstaklingi. Þetta er dæmi um hvers vegna tölvur treglega geta komið í stað þýðanda. Örugglega 50 % af tíma þýðanda fer í að leysa vandamál sem þessi. Sú tegund þýðingarvinnu sem talvan ræður við er kannski um tíu prósent af vinnutíma þýðandans. Góð þýðing krefst sköpunargáfu og sveigjanleika sem gengur langt út yfir það sem bestu tölvur ráða við. Hvers vegna þyrftu EB og SÞ að hafa þúsundir þýðenda í vinnu? Ég hef lesið fleiri þýðingar sem hafa verið gerðar af tölvum. Þær hafa verið hörmulegar.

Túlka- og þýðendaþörf Svíþjóðar hefur langt því í frá verið uppfyllt. Þegar EB verður komið í fulla stærð munu lágmark verða til 120 000 síður af lögfræðitexta á ári. Þeir sænsku þýðendur sem eru aðgengilegir munu kannski ná að þýða 30 % af þeim.

Strúturinn, fyrirmynd

Þegar EB langt því í frá hefur tekist að ráða nægilegan fjölda túlka og þýðenda til að sjá til þarfa Svíþjóðar, hvernig á EB þá að geta uppfyllt samsvarandi þarfir Slóveníu, Eistlands, Lettlands og Litháen? Þetta er ekki eingunis raunhæf spurning. Þetta er lýðræðisleg spurning. Það vita stjórnmálamenn EB, en þeir stinga eins og strúturinn höfðinu í sandinn og neita að sjá vandann. Þess vegna verður fólkið í hinum ýmsu löndum sjálft að bregðst við og knýja fram lausn. Íbúar aðildarríkjanna hafa rétt á að fylgjast með því sem gerist í EB, án þess að þurfa fyrst að eyða tíu árum af ævi sinni í að læra ensku. Ef meirihluti fólksins, og blaðamennirnir, hafa ekki möguleika á að skilja og fylgjast með því sem gerist í EB koma auðveldlega upp neikvæðar tilfinningar gagnvart EB. Þannig hefur það orðið í Svíþjóð, þar sem EB hefur fengið skuldina fyrir margt slæmt.


© Hans Malv, 2004