Alþjóðamál

Með alþjóðamálum er hér ekki átt við nútíma þjóðtungur.

Fyrir alþjóðleg samskipti höfum við ekkert eitt ákveðið tungumál heldur mörg tungumál, þrátt fyrir að alþjóðasamvinnan verður æ mikilvægari.

Hver er lausnin?

Við Evrópubúar, félagar í SÞ og aðrir íbúar þessarar plánetu verðum að sameinast um eitt tungumál sem bæði ríkisstjórnir og venjulegt fólk geta notað. Við verðum að sameinast um eitt tungumál sem er ekki þjóðtunga nokkurar þjóðar. Þar að auki verður að vera létt að læra tungumálið. Svona tungumál er til. Það heitir esperantó.

Veljum við esperantó sem alþjóðamál heimsins mun það hafa marga kosti í för með sér fyrir allar þjóðir, fyrir Kínverja, Rússa, Bandaríkjamenn, Nígeríubúa og alla aðra, því heimur þar sem fólk frá öllum löndum getur tjáð sig auðveldlega á sama tungumáli verður tryggari og friðsamari heimur. Það hagnast allir á, bæði öreigar og auðjöfrar, bæði einangrunarsinnar og þeir sem vilja ekki viðurkenna nokkur landamæri.

Stjórnvitringur talar án túlks

Á þess konar tungumáli myndu allir stjórnvitringar heims geta talað saman án túlks og ná fljótlega meiri samstöðu, því þegar notast er við túlk hverfur hið persónulega samband. Það veit ég af langri reynslu.

Þú mótmælir kannski með því að heimurinn hafi þegar eitt alþjóðamál, nefnilega ensku (frönsku, spænsku, ofrv. veldu sjálf/ur). Þá vil ég biðja þig um að fara hringferð um Evrópu. Þú munt eiga í erfiðleikum að bjarga þér á kunnáttu þinni í ensku (frönsku, spænsku) eingöngu. Margir munu alls ekki skilja þig á meðan aðrir, þrátt fyrir margra ára nám, munu ekki geta átt við þig innihaldsríkt samtal.

Ef lönd heims myndu sameinast um að velja ensku sem alþjóðamál þá myndi þetta í raun hindra samskipti venjulegs fólks yfir landamærin, með meðfylgjandi einangrun.

Hildegard

Abbadísan Hildegard av Bingen þróaði á 12. öld nýtt tungumál, Lingua Ignota. Síðan hafa komið fram hundruða mismunandi hugmynda um alþjóðamál eins og t.d. volapük, ido, novial, occidental, ling, esperanto og interlingua. Sum hafa fengið lítinn hóp stuðningsmanna en hafa vanalega lognast út af fljótlega. Ekkert hefur verið eins létt að læra eða verið í námunda við að fá þá alþjóðlegu dreifingu og velgengni sem esperantó, eða hefur sýnt sig búa yfir svipuðum innbyggðum lífskrafti.

Esperantó er ekki þjóðtunga nokkurs lands en er tungumál allra. Esperantó er ekki hugsað að koma í stað eða bola burt nokkru tungumáli, þvert á móti á það að þjóna sem tungumálaleg brú milli fólks sem ekki talar sama tungumál.

Eftir tvö ár getum við öll talað saman

Ef allir í Evrópu myndi byrja núna að læra esperantó þá myndu allir auðveldlega geta talað saman eftir tvö ár.

Enginn vel upplýstur og sannur vinur alþjóðlegar samstöðu og samvinnu getur verið á móti því að esperantó verði opinbert sameiginlegt vinnutungumál EB. Þegar svo er orðið verður það einnig að sjöunda opinbera tungumáli SÞ. Þegar það er orðið mun esperantó eftir hámark nokkra áratugi, þar sem það er svo auðvelt að læra, einnig verða að ráðandi tungumáli SÞ. Þegar svo er orðið mun einnig fljótlega nást samstaða um að það nægi að hafa eitt vinnutungumál, esperantó. Að hluta til vegna hversu auðvelt er að læra það og að hluta til vegna þess að það hefur engan þjóðlegan þrýsting.

Lögreglan

International Police Association, stærstu óháðu lögreglusamtökin hafa í merki samtakanna orðin Servo per Amikeco, sem er esperantó og þýðir um það bil Þjónusta með vináttu. Þetta eru alþjóðasamtök með félaga frá öllum heiminum. Hvaða tungumál finnst þér að þeir hefðu frekar átt að nota í merki sitt? Þér ber skylda að svara.


© Hans Malv, 2004