Að læra esperantó

Reynslan sýnir að þeir sem fyrst læra esperantó eru fljótari að læra önnur tungumál, að hluta til vegna þess að esperantó með reglulega og rökrétta byggingu gefur góðan skilning á málfræði, og að hluta til vegna þess að esperantó er að stórum meirihluta byggt úr alþjóðlegum orðum. 80 % af orðstofnunum eru sóttir í latínu og rómönsk tungumál en esperantó hefur líka sótt orð í grísku, rússnesku, þýsku og ensku. Sú staðreynd að hafa lært esperantó auðveldar frekara tungumálanám. Það hefur einnig sýnt sig að þar sem það er svo auðvelt að læra esperantó skapar það jákvæða afstöðu til tungumálsins hjá nemendum þar sem að þeir geta talað saman á einfaldan hátt þegar eftir nokkra vikna nám. Esperantó gefur, með skýrleika sínum og rökfestu, tilfinningu fyrir tungumálum og góðan grunn fyrir nám í öðrum tungumálum.

Það eru til að minnsta kosti 1000 fjölskyldur víða um heim sem nota esperantó sem heimatungumál. Þessar fjölskyldur hafa vanalega orðið til með því að kona og maður með ólík móðurmál hafa hist á esperantóráðstefnu.

Malvarma

Vegna byggingu tungumálsins er ekki þörf á að læra jafnmörg orð og þörf er á í öðrum tungumálum. Sami orðstofn gefur grunn að fleiri orðum gegnum viðbætur á forliðum og endingum. T.d. ef bætt er við mal- fyrir fram eitt orð fæst andheiti þess:

Heitt er varma.
Kalt er malvarma.
Ljós er lumo.
Myrkur er mallumo.

Tökum t.d. islenska orðið samlandi. Það er á esperantó byggt upp á þennan hátt:

sam(a) sami/a, eins öll lýsingarorð enda á a
land(o) land öll nafnorð enda á o
ano íbúi
samlandano samlandi
samurbano einstaklingur frá sömu borg urbo = borg
saminsulano einstaklingur frá sömu eyju insulo = eyja
samlingvano einstaklingur sem talar sama tungumál lingvo = tungumál
Skrift erskribo, Nafnorð enda -o
Skrifa, skribi Sagnir enda á -i
Skriflega, skribe Atviksorð enda á -e
Skriflegur, skriba Lýsingarorð enda á -a

Nafnorð enda alltaf á -o

domo hús
knabo strákur
muziko tónlist
skribo skrift
hundo hundur

Lýsingarorð enda alltaf á -a

granda stór
juna ungur
skriba skriflegur

La er ákveðni greinirinn. Hann er óbeygjanlegur:

La hundo hundurinn La hundo estas blanka (Hundurinn er hvítur).
La domo húsið
La knabo strákurinn
La tablo borðið
La floro blómið

Óákveðinn greinir er ekki til:

hundo hundur
domo hús

Þýddu:

ronda ringo hringlóttur hringur
rapida biciklo hraðskreytt hjól
forta kafo sterkt kaffi
varma akvo heitt vatn

Sagnir fá í nafnhætti endinguna -i

esti að vera
vidi að sjá
skribi að skrifa

Töluorð:

0 nul
1 unu
2 du
3 tri
4 kvar
5 kvin
6 ses
7 sep
8 ok
9 naux (sjá stafrófið)
10 dek
11 dek unu
12 dek du
20 dudek
25 dudek kvin
100 cent
237 ducent tridek sep
1000 mil
1780 mil sepcent okdek

Getur þú þýtt þessi orð á íslensku? Áherslan liggur alltaf á næst síðasta atkvæði. Breiddu yfir hægri dálkinn.

aparao tæki
biero bjór
doktoro doktor
fakso bréfasími
floro blóm
florvazo blómavasi
hospitalo sjúkrahús
hotelo hótel
hundo hundur
kafo kaffi
kato köttur
mono peningar
papero pappír
spegulo spegill
sukero sykur
teniso tennis
vino vín

Meira um hvernig orð eru mynduð: Með hjálp af forskeyti (prefix) eða viðskeyti (suffix) er fjöldi nýrra orða myndaður frá sama orðstofni. Dæmi um forskeytið mal- sem myndar andheiti:

bona gott
malbona slæmt
longa langt
mallonga stutt
fermi loka
malfermi opna
pli meira
malpli minna
varma heitt
malvarma kalt
varmo hiti
malvarmo kuldi

Hver orðstofn getur leitt til margra nýrra orða, stundum allt að fimmtíu, einungis með því tengja saman mismunandi for- og viðskeyti. Samtímis minnkar stórlega orðafjöldinn sem þarf að læra. Endingin –eg gefur til kynna stækkun eða aukningu og –et merkir smækkun. Þannig er t.d. hægt af domo = hús mynda domoj = fleiri hús (-j gefur til kynna fleirtölu), dometo = lítið hús eða kofi, domego = stórt hús, pordo = dyr og pordego= stór dyr, pordeto= lítil dyr. Varma = heitt, varmega = heit,, varmeta = volg.

Forskeytið re- gefur merkinguna aftur, til baka:

relegi lesa aftur (legi - lesa)
reveni koma til baka (veni - koma)

Dæmi um viðskeytið -id, sem þýðir ungi:

birdido fuglsungi (birdo - fugl)
hundido hvolpur (hundo - hundur)
catido kettlingur (cato - köttur)

Viðskeyti -inmerkir kvenkyn:

hundino tík
bovino kvíga (virbovo - naut)

Ami þýðir (að) elska. Sá sem hefur lært nokkur for- og viðskeyti myndar auðveldlega ný orð:

Amo ást (nafnorð enda alltaf á -o)
Amego ástríða (-eg merkir stækkun, aukning)
Amas elskar (-as merkir nútíð)
Ekamas að verða ástfangin (ek- merkir skammvinn athöfn)
Ametas elska lítið, þykja vænt um (-et merkir smækkun)
Amegas elska mikið, dá (-eg merkir stækkun, fjölgun)
Malamas hata (mal- merkir andstæða)
Malametas líka ekki við (mal- merkir andstæða og -et smækkun)
Mi amas vin. Ég elska þig

Persónufornöfn:

mi ég
vi þú
li hann
sxi hún
gxi það
ni við
vi þið
ili þau/þær/þeir

Með endingunni –a fáum við eignarfornöfn:

mia minn/mín/mitt
via þinn/þín/þitt
lia hans
sxia hennar
gxia þess
nia okkar
via ykkar
ilia þeirra

Þýddu:

mia dentisto Tannlæknirinn minn
via letero Bréfið mitt
La granda tablo estas ronda Stóra borðið er hringlótt
Estas varma kafo en la taso. Það er heitt kaffi í bollanum
En florvazo estas bela floro. Í blómavasa er fallegt blóm

Sagnmynd, tíð:

-i nafnháttur skribi að skrifa
-as nútíð skribas skrifar
-is þátíð skribis skrifaði, hefur skrifað, hafði skrifað
-os framtíð skribos mun skrifa
-us skildagatíð skribus myndi skrifa
-u boðháttur skribu skrifaðu!

Þýddu:

Mi sidas en komforta fotelo. Ég sit í þægilegum hægindastól
Mi skribos Ég mun skrifa

Atviksorð eru mynduð með endingunni -e

rapide hratt (af rapida - hraður)
skribe skriflega (af skribi - að skrifa)

Fleirtala: Endingin –j merkir fleirtala og er skeytt við bæði nafnorð og lýsingarorð:

bela hundo Fallegur hundur
belaj hundoj Fallegir hundar
la knaboj estas junaj Strákarnir eru ungir

Andlag: Endingin –n merkir beint andlag.

La knabo vidas la hundon Strákurinn sér hundinn
La knabo vidas la hundojn Strákurinn sér hundana
La hundo vidas la knabon Hundurinn sér strákinn (Einnig: la knabon vidas la hundo)

Stigbreyting:

pli meira
plej mest
bela fallegt
pli bela fallegra
plej bela fallegast

Einnig atviksorð stigbreytast með pli og plej

Rapide hratt
Pli rapide hraðar
plej rapide hraðast

En heitir ol

La domo estas pli granda ol la hundo. Húsið er stærra en hundurinn

Eignarfall er sett fram með de: de.

La hundo de la knabo. hundur stráksins

Spurningar: Allar spurningar innihalda eitt spurnarorð, t.d:

kio hvað
kiel hvernig
kiam hvenær
cxu er notað við já- og nei-spurningar

Neitun:

Ne Nei, ekki.

Ne er sett framan við það orð sem neitað er

Mi ne estas juna Ég er ekki ung

Í esperantó er hægt að taka léttara á orðaröðuninni en í mörgum öðrum tungumálum, þar sem t.d. orðaröðunin gefur til kynna ef um spurningu er að ræða. Í esperantó byrja spurningar með spurnarorðum.

Li estas knabo. Hann er strákur
Cxu li estas knabo? Er hann strákur?

Það eru einungis tvö föll, nefnifall og þolfall, það seinna er merkt með –n.

Töluorð beygjast ekki.

Sagnir breytast ekki eftir kyni eða tölu.

S t a f r ó f i ð

Það er því miður eitt sem er erfitt með esperantó en það er stafrófið, því í því eru sex bókstafir sem hafa tákn, tvíbrodd, fyrir ofan. Það er algengt í mörgum tungumálum. Berðu saman við úrfellingarmerki enskunnar. But different phonetic signs are used in many languages, e. g. in French ç, ê, é, è, in German ü, ä and in Spanish ñ.

A, B, C, Ĉ, D, E, F, G, Ĝ, H, Ĥ, I, J, Ĵ, K, L, M, N, O, P, R, S, Ŝ, T, U, Ŭ, V, Z.

a b c ĉ d e f g ĝ h ĥ i j ĵ k l m n o p r s ŝ t u ŭ v z.

Bókstafirnir q, w, x, y eru ekki notaðir í esperantó.

Þó mæli ég ekki með notkun á yfirskrifaða bókstafi því þetta mun hafa í för með sér erfiðleika, t.d. yrðum við að útvega okkur ný lyklaborð við tölvurnar okkar, og það vilja flestir ekki. Fólk hefur vant sig við og kann á eina tegund lyklaborða. Ég tel alrangt að velja alþjóðamál sem ekki er hægt að skrifa alla bókstafi málsins á venjulegt lyklaborð. Meðal fjölda notenda, m.a. á Netinu, hefur þróast venjan að í staðinn fyrir tvíbrodd setja eitt x á eftir bókstafnum. T.d. stóll heitir á esperantó seĝo en það er hægt að skrifa í staðinn segxo, þar x eftir g hefur sama hlutverk sem ^ fyrir ofan g.

Bókstafurinn x er ekki til í stafrófi esperantó og hefur þann kost að ef talvan er látin sortera orð í stafrófsröð þá koma þau í réttri röð en það gera þau ekki ef notaður er bókstafurinn h í staðinn, eins og sumir gera.

Stafrófið mun þá verða:

a b c cx d e f g gx h hx i j jx k l m n o p r s sx t u ux v z,

þar x-ið er framburðartákn.

Því miður, þetta er galli (eini gallinn) á esperantó en kostirnir eru svo margir að við verðum að sætta okkur við þetta, eða mögulega velja annað alþjóðamál sem hefur ekki yfirskrifaða bókstafi, t.d. interlingua, sem einnig er gott alþjóðamál sem auðvelt er að læra og með orðstofna frá alþjóðlega orðaforðanum. Taktu eftir að í esperantó eru 28 bókstafir og hver bókstafur er alltaf borinn fram á sama hátt. Getur þú lesið stafrófið með réttum framburði þá getur þú borið fram öll orð rétt.

Sjálfum finnst mér ekki að þessi síðastnefnda tegund stafrófs hafi þýtt einhverja erfiðleika við lestur eða skrift á esperantó. Ef esperantó verður eina sameiginlega vinnutungumál EB ættum við að koma okkur saman um að nota einungis x sem framburðartákn.

Ludvig Zamenhof ritaði: “Þegar tungumál okkar verður samþykkt opinberlega af ríkisstjórnum mikilvægustu landanna og þessar ríkisstjórnir hafa tryggt Esperantó algjörlega trygga framtíð með sérstökum lögum ásamt nothæfni og fullkomna vörn gegn alls konar persónulegum duttlungum og þrætum, þá á að tilnefna valbæra nefnd, samhljóða af fyrrnefndum stjórnum, sem verði gefin rétturinn að í eitt skipti fyrir öll lögleiða þær æskilegu breytingar, ef þær eru álitnar nauðsynlegar, sem á þarf að halda í grunn tungumálsins en fram að þeim tíma verður Fundamento de Esperanto að vera algjörlega óbreytt…”. (Einu reglurnar fyrir esperantó er að finna í litla kverinu Fundamento de Esperanto.)

Ný orð í esperantó eru umfram allt af tvennum toga: Þjóðorð sem hafa orðið alþjóðleg og svo orð úr sjálfu esperantó.

Áður en nýjar orðrætur eða nýr orðstofn er meðtekin af Lingva Komitato hefur rótin þegar birtst í bæði tímaritum og öðrum bókmenntum ásamt því að byrjað hefur verið á að nota hana í daglegu tali.

Í esperantóheiminum er m.a. notuð Plena Vortaro (fullkomin myndskreytt orðabók). Orðabókin sem gefin var út 1966 inniheldur 15 250 ”greinar”. Ein grein inniheldur lýsingu á esperantó um hvernig hægt er að nota orðstofninn (morfem) til að mynda ný orð ásamt merkingu nýja orðsins. Það er erfitt að gefa upp nákvæmlega hversu mörg orð orðabókin inniheldur, eitthvað á að giska um kring 107 000 orð. Síðan 1965 hafa komið til mörg ný orð.

Það eru til fleiri en 125 sérfræðiorðabækur á samanlagt um fimmtíu sérsviðum eins og t.d. heimspeki, listiðnaði og tækni.

Systir og mágkona

Með því að nota kerfið þar sem for- eða viðskeytum er bætt við orðin er töluvert auðveldara að mynda meiri fjölda orða. T.d. bo- merkir fjölskyldubönd gegnum hjónaband. Bróðir = frato. Systir = fratino. Móðir = patrino. Mágur verður þá bofrato, mágkona bofratino, tengdamamma bopatrino o.s.frv.


© Hans Malv, 2004