Latína

Þar sem esperantó byggir að stórum hluta til á latínu og rómönskum tungumálum er rétt að nefna þau lítilega.

Rómarríkið, sem fram á fimmtu öld náði yfir stóra hluta Evrópu, hefur haft afgerandi áhrif á tungumálaþróunina í þessum heimshluta. Það hefur áhrif að latína var mikilvægasta námsefnið í Evrópu í næstum þúsund ár eftir fall Rómarríkisins. Í meira en þúsund ár eftir fall Rómarríkisins notuðu hinir lærðu í Vestur-Evrópu latínu í bæði tal- og ritmáli.

Á 16. öld var fólk gáfaðra

Latína hætti að vera móðurmál fyrir um það bil 1 000 árum síðan en hélt áfram að lifa sem samskiptatungumál í Evrópu fram á 18. öld. Latínan var alþjóðamál í miklu lengri tíma en franska og enska samanlagt. Á t.d. 17. öld þótti það sjálfsagt að notað væri eitt tungumál í alþjóðlegum samböndum, eitt tungumál sem ekki var einum meira í hag en öðrum. Og vel á minnst þá er latína alþjóðlegt vinnutungumál Kaþólsku kirkjunnar.

Enginn með þekkingu í menningarlegri og tungumálalegri þróun Vesturlanda getur litið fram hjá feikilegu mikilvægi latínunnar.

Þökk sé latínu þá gátu lönd Evrópu haldið og þróað menningarleg sambönd sín á milli sem hefur þýtt mikið fyrir efnahagslega velferð Evrópu.

600 000 000 manns

Frá latneska talmálinu uxu smám saman rómönsku tungumálin fram. Til rómönsku tungumálanna tilheyra m.a. franska, spænska, portúgalska, ítalska og rúmanska. Samtals tala um 600 miljónir manns rómönsk tungumál, um fram allt í Suður-Evrópu og Latnesku Ameríku.

Öll núverandi evrópsk tungumál, og þá einnig slavnesk tungumál eins og pólska og tékkneska, hafa fjölda orða sem koma frá latínu og frá grísku gegnum latínu. Það er létt að halda að flest orðin hafi komið til fyrir löngu síðan þegar fleiri notuðu latínuna en því er öfugt farið. Síðustu hundrað árin hafa komið til fleiri orð en nokkru sinni áður og verkar takturinn aukast ef eitthvað er. Nýrra orða er alltaf þörf og evrópsku tungumálin skapa þau mjög oft með því að notast við latneska en einnig gríska stofna.

William the Conqueror

Í ensku hefur stór hluti orðanna rætur í latínu eða frönsku. Þetta er vegna þess m.a. að árið 1066 var England hertekið af Vilhjálmi bastarði og frönskumælandi Normönnum hans. Þeir notuðu eingöngu latínu eða frönsku sem ritmál. Í fleiri hundruð ár var síðan franskan talmál þeirra ríku og voldugu í Englandi.

Í öllum vísindum er kjarnagrunnur af latneskum fræðiheitum og þegar ný vísindaorð eru mynduð er vanalega gengið út frá orðum á latínu, eða stundum á grísku, frekar en orðum á eigin tungumáli. Sem dæmi um þess konar orð eru kaloríur og bíll.

Esperantó er afkomandi latínunnar sem auðvelt er að læra.


© Hans Malv, 2004