Lítið um söguna

Ludvig Zamenhof, upphafsmaður esperantó, fæddist 1859 í pólsku borginni Bialystok sem þá var undir rússneskum yfirráðum. Hann var gæddur ótrúlegum tungumálahæfileikum og hafði gott vald á pólsku, rússnesku, þýsku, frönsku, ensku, latínu og grísku. Í heimabæ hans bjuggu fjórir þjóðflokkar: Pólverjar, Rússar, Þjóðverjar og Gyðingar, hver með sitt tungumál, sem leiddi til stöðugs misskilnings og óeirða. Zamenhof byrjaði þess vegna snemma að hugsa um eitt sameiginlegt tungumál. Árið 1887 gaf hann út kennslubók sína í Lingvo Internacia, sem seinna fékk nafnið esperantó. Tungumálið safnaði skjótt áköfum stuðningsmönnum og barst til margra landa. Zamenhof skapaði grunn fyrir tungumálið að þróast úr. Hann skapaði málfræði úr undirstöðuatriðum sem hann fékk að láni frá mörgum tungumálum og hann fékk einnig að láni orð frá ólíkum tungumálum, umfram allt frá latínu og rómönskum tungumálum. Tungumálið inniheldur að miklum hluta til alþjóðlega stofna. Þeir sem leggja stund á esperantó finna skjótt að það er alvöru tungumál og að einföld málfræðin veitir öryggistilfinningu.

Tilheyrir öllum

Þar sem Zamenhof, þegar frá byrjun og alltaf, hafnaði öllu persónulegu tilkalli til esperantó er tungumálið ekki eign nokkurs. Það tilheyrir öllum.

Engra túlka var þörf

Fyrsta esperantófélagið var stofnað 1888 í Nürnberg. 1889 kom út fyrsta kennslubókin á ensku og fyrsta mánaðarritið, La Esperantisto. Á næstu árum voru stofnuð fjöldi esperantófélaga í ýmsum löndum Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku. 1905 var haldið fyrsta esperantóheimsþingið í frönsku borginni Boulogne-sur-Mer með 700 þátttakendur frá 20 þjóðum. Það vakti mikla athygli að það þurfti ekki að nota neina túlka á þinginu.

Frá og með 1906 voru stofnuð mörg ný landssamtök, m.a. í Japan og Bandaríkjunum. 1914 braut fyrsta heimsstyrjöldin út og Frakkland sendi 10 000 kennslubækur í esperantó til hjúkrunarfólks og alþjóðahreyfing KFUM dreifði þúsundum kennslubóka í esperantó til fanga á báðum síðum. 1915 var haldið heimsþing í Bandaríkjunum.

Franska vísindaakademían

Árið 1920 rannsakaði heimsþing Alþjóðasamtakanna í Brussel ólíkar tillögur um eitt alþjóðamál og undantekningarlaust var mælt með esperantó. Þjóðabandalagið (fyrirrennari SÞ) lagði í ályktun 1920 áherslu á að allir nemendur ættu fyrir utan móðurmál sitt að læra esperantó. Verslunarráðið í París mælti 1921 með notkun esperantó. Franska vísindaakademían mælti sama ár með notkun esperantó í vísindalegu samhengi. 1923 var haldið heimsþing í Nürnberg með 4963 þátttakendum.

Nú er tími til kominn

Universala Esperanto Asocio afhenti árið 1950 SÞ ávarp undirritað af 895 432 persónum, fulltrúum 15 454 780 manns úr stéttafélögum og öðrum félögum í 76 löndum. Í ávarpinu var hvatt til þess að innleiða esperantó í skólakerfið. Ávarpið var m.a. undirritað af forseta Frakklands, Vincent Auriol, fjórum ráðherrum frá Hollandi, Póllandi, Austurríki og Tékkóslóvakíu, 405 þingmönnum, 1607 tungumálakennurum og öðrum með atvinnu af því að kenna öðrum tungumál, 5262 háskólakennurum og öðrum vísindamönnum, 40 000 uppeldisfræðingum, ásamt verkamönnum og óbreyttum borgurum í mörgum löndum.

250 000 Japanir

Árið 1966 fékk japanska ríkisstjórnin áskorunarskjal í hendurnar undirritað af 250 000 Japönum. Í skjalinu var hvatt til að hefja kennslu í esperantó í japönskum skólum. 1973 var myndaður í neðrimálstofu breska þingsins þinghópur, með 45 manns, sem átti að vinna að esperantó. Sú skoðun var látin uppi að enska tungumálið væri ekki hæft því alþjóðahlutverki sem því hefði verið falið. 1973 fengu Alþjóðasamtök Sósíalista tillögu frá ítölskum vinum sínum um að nota esperantó sem innbyrðis vinnutungumál. Samtökin voru einnig hvött að vinna að því að esperantó yrði sett í námskrá. Tillagan var studd af franska formanninum François Mitterrand, síðar forseta Frakklands. 1974 ritaði forsetinn í Austurríki, doktor Rudolf Kirschläger, bréf til austurrísku sósíalistana þar sem hann studdi baráttu þeirra fyrir því að hafið yrði kennsla í esperantó.

1986 var haldið esperantóheimsþing í Peking, í Kína, með þátttakendum frá 54 þjóðum.


© Hans Malv, 2004