Hvernig innleiðum við esperantó í EB?

”Öll sannindi ganga í gegnum þrjú stig. Fyrst eru þau gerð að athlægi. Síðan er allt gert til að spyrna á móti þeim. Að lokum eru þau meðtekin sem algjörlega sjálfsagður hlutur.” - Arthur Schopenhauer, heimspekingur.

Ef esperantó verður eitt af opinberu tungumálum EB mun esperantó, ekki minnst vegna hversu auðvelt er að læra það, á nokkrum áratugum hafa tekið yfirhöndin yfir enskunni og hinum EB-tungumálunum.

Því, á hvaða tungumáli ættu Þjóðverji, Breti og Frakki að ræða málin? Þeir munu með tímanum þreytast á að þurfa alltaf að nota túlk. Þeir munu læra esperantó – ef það er þegar talað í EB eða ef þeir hafa lært það í skóla. EB ætti að hafa eitt vinnutungumál, ekki fleiri. Flestir sem nú vinna innan EB eru vanir við tungumálanám og myndu fljótt geta tileinkað sér esperantó.

Nú er tími ákvörðunnar kominn

EB hefur nú ellefu opinber vinnutungumál og 2004 verða vinnutungumálin 20. Ég legg til að f.o.m. 2007 fái EB sitt síðasta opinbera tungumál, esperantó, og þar með ekki fleiri ný vinnutungumál. Þau lönd sem bætast við eftir það verða að nota esperantó eða eitthvað af hinum vinnutungumálunum. Vilji þau fá skjöl þýdd á eigin tungumál verða þau að sjá um það sjálf.

Hagnaðurinn myndi verða gríðarlegur. Þegar esperantó á þennan hátt hefur fengið opinbera stöðu sem alþjóða vinnutungumál þá myndi áhuginn fyrir esperantó aukast feikilega í Evrópu og heiminum. Vegna þess hversu auðvelt það er að læra, auk fjölda annara góðra eiginleika, myndi esperantó fljótlega ná yfirhöndinni yfir hinum vinnutungumálunum.

Að ákveða sig ekki er einnig ákvörðun

Ef engin ákvörðun er tekin, þá mun kostnaðurinn fyrir þessa ákvörðun auka ár frá ári.

Það ætti síðan að taka ákvörðun um að túlka ekki fundi EB f.o.m. 2040. Þeir þátttakendur sem kunna ekki esperantó verði að hafa með sér eigin túlka og þýðendur. Þar að auki ætti að skrifa öll lög og önnur skjöl einungis á esperantó f.o.m. 2040. Ef eitt land vill fá eitthvað þýtt verður það að sjá um það sjálft. Það ætti ekki að þurfa nokkra túlka fyrir samskipti við lönd fyrir utan EB því hefur EB haft esperantó sem vinnutungumál í meira en 33 ár þá mun þegar fjöldi fólks um allan heim hafa lært tungumálið vegna stærðar EB og mikilvægi þess fyrir efnahagslíf heimsins.

Þegar frá árinu 2007

Ef esperantó yrði millitungumál (endurvarpstungumál) frá 2007 við túlkun og þýðingu myndi vinnan innan EB verða talsvert einfaldari og mikið fé myndi sparast. Þá þyrfti ekki lengur túlka fyrir hvert tungumálapar, heldur myndi nægja að hafa túlka sem myndu þýða milli esperantó og hvers móðurmáls. Það hefur sýnt sig að túlkar og þýðendur læra fljótt esperantó vegna þess að orðin byggja á alþjóðlegum orðstofnum, fyrst og fremst úr latínu og rómönskum tungumálum.

Það er hægt að notast við tölvur við þýðingar

Það er vel til fallið að nota esperantó sem millitungumál við þýðingar með tölvum þar sem esperantó er mjög nákvæmt og rökrétt tungumál með fáum samheitum.

Þrátt fyrir að allar samningarviðræður í EB færu fram á esperantó og allar fundargerðir, lög, ofl. yrðu skráð á esperantó þá yrði samt auðvitað, í einhvern tíma í viðbót, að þýða mikið. Því mikilvæg skjöl fyrir fólk í aðildarlöndunum verða að vera þýdd. En eftir því sem fleiri stjórnmálamenn og venjulegt fólk lærir esperantó mun þörfin fyrir beina túlkun og þýðingar minnka og smám saman hverfa. Ef esperantó verður vinnutungumál EB munu æ fleiri læra þetta tungumál samtímis sem nýjar kynslóðir munu læra það í skólanum.

Ef EB mun skipta yfir í esperantó þá verðum við, í samvinnu við Universala Esperanto-Asocio, að byggja upp skrifstofu fyrir fræðiheitamálaþjónustu. Þó esperantó hafi verið til í 115 ár þá eru brestir á vissum sviðum og það vantar t.d. fjölda orða og orðasambanda innan læknisfræðinnar og orð fyrir ýmis félagsstjórnmálafræðihugtök, fyrir ýmis konar tæknileg ferli, fyrir vélahluta ofl.

Vandamál af þessum toga munu sjálfsagt einnig líta dagsins ljós við væntanlega stækkun EB. Hægt er að bera saman þann stóra þýðingarvanda sem varð til þegar kínverska og arabíska urðu opinber tungumál í SÞ. Þýðendurnir þurftu að skapa fjölda nýrra orða og orðasambanda.

Hefðin að skapa ný orð og orðasambönd á esperantó er meira en hundrað ára gömul og vegna þess hvernig tungumálið er byggt upp, er ferlið miklu einfaldara en fyrir önnur tungumál.

Hádegisverðir eru mikilvægir

Þegar esperantó verður sameiginlegt vinnutungumál EB munu margir fulltrúar EB og stjórnmálamenn á framabraut læra esperantó fljótt. Þeir sem læra esperantó munu líka geta haft mikilvæg sambönd fyrir utan fundarsalina. Mikilvæg tengsl, oft þau sem hafa úrslitaáhrif, verða til á skrifstofum, gegnum síma, á ferðalagi, við hádegisverði og á ýmsum óformlegum fundum.

Þetta er engin óskhyggja. Kennari og evróputúlkur gat eftir fimm daga einbeitt nám við Karlskoga Lýðháskólann í Svíþjóð, sjálfum sér á óvart, haldið uppi samræðum við lækni frá einu af Balkanlöndunum á eingöngu esperantó.

Berum saman hvernig þetta er nú í EB. Það er hvorki til tími eða peningar til að túlka allt sem er sagt yfir á öll EB-tungumálin, með þeim afleiðingum að margir fulltrúar þurfa þrátt fyrir allt að reyna skilja eins vel og þeir geta hvað er að gerast með því að notast við ensku þýðinguna. Hættan á rangtúlkunum eykst með núverandi kerfi þar sem, vegna skorts á túlkum, oft verður að láta túlka þýða frá þýðingum annarra túlka.

Evrópa lærir esperantó

Það er ekki óraunsætt að innleiða esperantó sem fyrsta framandi tungumál í öllum skólum EB f.o.m. 2008. Tungumálakennarar er hópur með mikla tungumálakunnáttu sem, með gamla tungumálagrunninn, fljótt myndi tilleikna sér hið nýja tungumál. Kennslan fyrir þá og aðra áhugasama ætti að stórum hluta til að geta farið fram gegnum sjálfsnám, námsflokka og sjónvarp.

Þegar esperantó er orðið að fyrsta framandi tungumáli í öllum skólum EB-landanna, munu allir skólakrakkar, óháð móðurmáli, eftir nokkur ár getað talað saman, skipts á bréfum og skilið hvorn annan. Eftir nokkra áratugi munu túlkar verða óþarfir í EB sem myndi þýða að vinnan þar myndi ganga betur fyrir sig, verða lýðræðislegri og, ekki minnst, verða milljörðum evrum ódýrari. Lýðræðislegra, af því að nú eru margir fulltrúar ekki það góðir í ensku að þeir þeir geti eða þori að taka þátt í umræðum með þeim sem hafa ensku sem móðurmál. Þeir velja því að sitja hljóðir, þetta samkvæmt vitnisburði EB-þingmanna. Túlkar eru ekki alltaf við hendina. Lýðræðislegra vegna þess að venjulegt fólk auðveldlega getur fylgst með því sem gerist í EB-stjórnsýslunni, og þar með myndi einnig firringstilfinningin sem margir upplifa í sambandi við EB minnka eða hverfa.

Nýbúar

Ef unglingar EB verða að læra eitt tungumál auk esperantó af hverju ætti það þá að vera enska? Þá er ekki lengur nein ástæða til að hafa ensku sem skyldutungumál. Ef við viljum að unglingar EB læri tvö framandi tungumál hvers vegna, þar sem möguleikar eru á, gerum við þá ekki tungumál númer tvö valfrjálst? Margir munu sjálfsagt velja að læra ensku á meðan aðrir frönsku eða kínversku og enn aðrir, við höfum jú marga nýbúa í EB, velja að læra tungumál forfeðra sinna. Allt þetta mun gera jarðveginn frjósamari fyrir aukin menningarleg býti og auka straum áhrifa til og frá umheiminum.

Eigum við að einangra okkur frá enskumælandi heimi? Alls ekki. Þeir munu þurfa að taka því að enska er ekki lengur alþjóðamál (sem það hefur eiginlega aldrei verið) eins og við höfum þurft að taka því að tungumál okkar eru ekki alþjóðamál. Þeir munu þurfa að taka því að alþjóðamálið er esperantó og þeir munu læra esperantó. Þá munum við geta byrjað að umgangast sem jafningjar.

Don Quijote

Þegar venjulegir ferðamenn, þökk sé esperantó, munu geta skilið og rætt við fólk annara landa mun það hafa í för með sér aukinn áhuga á öðrum löndum og menningu þeirra og það mun leiða til aukins tungumálaáhuga. En þá verður það ekki bara enska, þýska, franska og spænska sem við veljum að læra heldur einnig tungumál eins og danska, slóvenska, arabíska og eistneska. Á æskuárum mínum hitti ég hafnaverkamann sem lagði stund á spænsku. Hvers vegna? Jú, hann hafði fengið áhuga á spænska tungumálinu og spænskri menningu eftir að hafa lesið Cervantes bók Don Quijote og þar að auki langaði hann til að lesa Don Quijote á frummálinu. Ég held að við eigum eftir að fá að sjá meira af slíku eftir að við höfum innleitt esperantó.

Elíta gædd tungumálahæfileikum

Án samkeppni frá alþjóðamálinu esperantó mun enska þjóðtungan verða alþjóðmál heimsins, eða alla vega Evrópusambandsins, næstu fimm áratugina að minnsta kosti. Meðal þeirra sem hafa ekki ensku sem móðurmál mun einungis elíta gædd tungumálahæfileikum ná tökum á tungumálinu, þ.e.a.s. ef við látum ekki alla skyldukennslu í skólum fara fram á ensku. En þess háttar lausn mun halda aftur íslenskunni og þar með fylgifiski hennar, menningunni. Og það mun gera heiminn fátækari.

Í öðrum hlutum heims

Ef EB velur esperantó sem vinnutungumál mun esperantó verða það stórt að um heim allan mun esperantó verða innleitt í almenna skólakennslu, einnig í enskumælandi löndum. Margir skólar víða um heim hafa þegar sett esperantó í námsskrá. Það eru 110 háskólar í 22 löndum sem kenna esperantó, m.a. í Kína, Suður-Kóreu, Brasilíu, Frakklandi og Japan.

Hlustið á útvarp Peking

Það er reiknað með að árið 2008 verði kínverska stærsta tungumálið á Netinu. Kannski hefur Kína þegar eftir 20 ár tekið við hlutverki Bandaríkjanna sem þjóð í fararbroddi í vísindum og á alþjóðamarkaðinum. Þetta er ekki ólíklegt. Það eru þrisvar sinnum fleiri sem hafa kínversku sem móðurmál en þeir sem hafa ensku sem móðurmál. Er það líklegt að Kína muni birta t.d. niðurstöður rannsókna sinna á ensku? Nei, við munum þurfa að læra kínversku ef við veðjum ekki á esperantó. Kínversk stjórnvöld líta jákvæðum augum á að gera esperantó að alþjóðamáli. Þetta má sjá m.a. í útgáfu á a.m.k. þremur tímaritum á esperantó ásamt daglegum útvarpssendingum á esperantó frá Peking.

Á morgun er það of seint

Við berum ábyrgð, ekki bara gagnvart sjálfum okkur heldur einnig gagnvart komandi kynslóðum. Hvernig vilt þú að sá heimur verði sem þú skilar af hendi? Vilt þú að flest tungumál séu flokkuð sem annars flokks tungumál í heimi þar sem elíta talar ensku eða kínversku? Vilt þú að kynslóðir framtíðarinnar í flestum löndum muni eyða stórum hluta skólagöngu sinnar í að reyna að læra tungumál elítunnar án þess að takast það að fullu? Vilt þú að menningarheimar heimsins verði í framtíðinni allt meir undir áhrifum frá anglósaxneskum og kínverskum menningarheimum eða frá menningarheimi einhvers annars stórs tungumáls? Þú berð ábyrgð. Veldu leið. Veldu hvaða tungumál þú vilt styðja. Velur þú að styðja fjöltyndan og fjölmenningarlegan heim þýðir það að þú velur að styðja esperantó. Annar möguleiki er ekki til. Veldu leið. Veldu tungumál. Á morgun er það of seint.

Ég er hef alls ekkert á móti ensku eða kínversku tungumálunum eða þeim menningarheimum sem þau eru fulltrúar fyrir. En það verður að vera rými fyrir önnur tungumál og aðra menningarheima.

Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Við ættum að stefna að því að skilja eftir okkur betri heim. Heim þar sem allir einstaklingar geta talað óþvingað saman, án tungumálahindrana. Heim með marga menningarheima og mörg tungumál og margt sem er ólíkt, en með eitt sameiginlegt tungumál.

And here comes an English exercise: The day when we meet in a common language, that day the opportunities will increase drastically for that we one day will see each other as neighbours, that we one day will understand each other and that we one day will forgive each other.


© Hans Malv, 2004