Enska

Það er til fjöldi afbrigða af enska tungumálinu, afbrigði með eigin orð, eiginn framburð, og jafnvel eigin stafssetningu hvað varðar mörg orð. Enska er töluð og skrifuð mismunandi í Bandaríkjunum, Ástralíu, Belize, Kanada, Englandi, Filipseyjum, Hongkong, Indlandi, Indónesíu, Írlandi, Jamæku, Karabíska hafinu, Malasíu, Nýja Sjállandi, Singapúr, Suður Afríku, Trinídad og Tóbagó og í Zimbabwe. Mörg staðbundin ensk afbrigði eru erfið eða óskiljanleg fyrir venjulega Englendinga. Þess konar afbrigði er einnig að finna í Englandi og Bandaríkjunum. Í mörgum enskumælandi löndum vill fólk, af þjóðernisástæðu, hafa eigið afbrigði af enskunni.

Í Svíþjóð, sem og í mörgum öðrum löndum, lærum við í skólanum aðallega framburð sem kallast Received Pronunciation (RP). Hann kallast líka Oxford English, the Queen’s English eða BBC English. Þessi tegund enskunnar er einungis töluð af 3 – 5 % af íbúum Englands. Þar að auki eru til mismunandi afbrigði af RP. Algengari afbrigði enskunnar á Bretlandseyjunum er cockney, Estuary English, enskan á Wales, norðenskan, írlenska enskan og skosk afbrigði.

General American

Í Bandaríkjunum er hægt að tala um að minnsta kosti þrjár mállýskur, Eastern sem er talað í norðaustur hluta New England og í borginni New York, Southern sem er talað frá Virginia til Texas og í ríkjunum fyrir sunnan þessa línu, og að lokum General American sem talað er í öðrum hlutum landsins.

Enska, þetta tungumál með erfiða stafssetningu, fullt af óreglulegum málfræðireglum og undantekningum. Hversu margir þeirra sem hafa ekki ensku sem móðurmál geta látið í ljós skoðun sína með það góðu móti í bæði tali og skrift að þeir geti rætt t.d. stjórnmál, verkalýðsmál eða tilfinningar? Hámark nokkur prósent - þeir sem hafa mikla tungumálahæfileika. Hversu margir geta fylgt og skilið þegar forseti Bandaríkjanna talar? Ekki margir. Það sem aðstoðar við að gera enskuna erfiða er hversu hratt hún breytist samtímis sem það verður allt algengara að enskumælandi höfundar texta noti slangur, jafnvel í stjórnmála- og tæknitextum.

Hiccough

Jafnvel þeir sem hafa ensku sem móðurmál eiga erfitt með að læra að stafsetja rétt. T.d. bókstafssamsetningin –ough getur verið borin fram á sex mismunandi hætti. Berðu saman framburð orðanna: Though, tough, enough, through, plough, cough og hiccough.

Eins og á 17. öld

Enskan er stafsett næstum því eins og hún var borin fram á 17. öld. Er þá enginn möguleiki á að gera umbætur á stafssetningu enska tungumálsins? Nei, það er ekki hægt því það er ekki til neitt stafssetningarkerfi þar sem hvert málhljóð hefur mótsvarandi bókstaf. Fimm sérhljóðar og tuttugu samhljóðar enskunnar myndu við stafssetningarumbætur krefjast alveg nýss, og stærra, stafrófs, eða alveg nýss framburðar – Bæði jafn óhugsandi. Þar sem framburðurinn er svo sterklega breytilegur í heiminum myndi það einnig vera ómögulegt að finna framburðarafbrigði sem væri það almennt viðurkennt að hægt væri að nota það sem grunn fyrir stafssetninguna. Þar fyrir utan þá er ekki til nein æðri málastofnun með nógu mikinn myndugleika til að fá í gegn almennar málaumbætur.

Sænski prófessorinn í ensku, Jan Svartvik, setur fram í bók sinni (sjá tilv.) spurninguna: ”Hvaða enska er best? Hann svarar sjálfur: ”Til að byrja með er hægt að mæla með tveimur staðafbrigðum: Því breska og því ameríska. Það sem mælir með amerískri ensku er að hún er töluð af fleira fólki en nokkuð annað enskt afbrigði og heyrist oft m.a. í amerískum kvikmyndum, útvarpi og sjónvarpi, sem þýðir að hún hefur mikin alþjóðaáhrifamátt. Þar að auki er hún fulltrúi fyrir ríkjandi efnahags-, vísinda- og stjórnmálaleg öfl. Það er einnig hægt að segja að hún sé félagslega hlutlaus þar sem amerískur framburður fer næstum því ekkert eftir stéttum”.

Prófessor Svartvik heldur áfram í bók sinni:”Það er þversagnarkennt að enskan er svo vinsæl og með svo mikla dreifingu um hnöttinn því það er einmitt það sem hótar framtíð hennar sem alþjóðasamskiptamáli. Sum afbrigði talaðrar ensku er erfitt að skilja, og það eru margir sem óttast að enskan eigi eftir að klofna upp í ennþá fleiri afbrigði sem yrðu óskiljanleg þeirra á milli…

… rannsóknarmenn skrifa æ oftar á ensku. Mac Murray bendir á áhættuna með að skipta frá móðurmáli til bara eins framandi tungumáls – Fábrotin enska getur leitt til fábrotins hugsanagangs: Sú enska í vísindaútgáfum skrifuðum af einstaklingum sem hafa ekki ensku sem móðurmál... er blæbrigðafátæk og tvíræð enska…”.

111 læknar

Í tilraun árið 2000 fengu 111 danskir, norskir og sænskir læknar að lesa sömu yfirlitsgrein í tíu mínútur. Helmingurinn las greinina á móðurmáli sínu og hinn helmingurinn á ensku. Strax eftir lesturinn voru þeir látnir fylla í eyðublað með spurningum um textann. Allir danskir, norskir og sænskir læknar eru vel að sér í enskri tungu því byrjað er með enskukennslu snemma í grunnskólanum, og enskuna fá þeir líka í gegnum sjónvarp og kvikmyndir og þar að auki eru tungumál þeirra skyld ensku. Stór hluti námsbókanna er einnig á ensku og margir eru áskrifendur að enskumælandi læknisfræðitímaritum. Almennt í þessari rannsókn sögðust læknarnir hafa góðan skilning á ensku. 42 % sögðust lesa læknisfræðilegar upplýsingar á ensku í hverri viku.

Árangurinn varð sá að þeir sem lásu greinina á móðurmálinu náðu marktækt betri árangri en þeir sem lásu hana á ensku. Þeir sem lásu greinina á ensku fengu með sér 25 % minni upplýsingar en þeir sem lásu hana á móðurmáli sínu (Läkartidningen nr 26 – 27, 2002, sérfræðirit fyrir sænska lækna).

1000 orð

Þegar sænskir meðalnemendur yfirgefa grunnskólann (eftir níu ára skólaskyldu) hafa þeir á að giska virkan orðaforða með 1000 orð og óvirkan með u.þ.b. 1 500 – 2 000.

500 000 orð

Orðaforði enska tungumálsins er stærri en nokkurs annars tungumáls. Það er vegna þess að orðaforðinn er ”tvöfaldur”, að hluta til germanskur og að hluta til rómanskur (síðan eftir normandíönsku hertökuna af Englandi á 11. öld). Stærsta orðabók heims, Oxford English Dictionary, hefur 500 000 uppsláttarorð en í raun eru þau ennþá fleiri þar sem stöðugt bætast við ný orð. Grunnorðaforði enskunnar inniheldur u.þ.b. 15 000 orð. Kann maður þessi orð þá skilur maður um kring 95 % af öllum orðum í enskum textum og getur bjargað sér í flestum tungumálaaðstæðum. Ef fjöldi óþekktra orða í texta er meiri en 5 % á lesandinn erfitt með að taka til sín textann og hagnast á því.

Ameríski prófessorinn Steven Pinker vitnar í mjög svo áhugaverðri bók sinni The Language Instinct í rannsóknir (af William Nagy og Richard Anderson) sem sýna að meðal amerískur nemandi sem sem lýkur námi í High School (eftir samanlagt 12 ára skólagöngu og vanalega við 18 ára aldur) hefur orðaforða upp á 45 000 orð. Þá eru ekki meðtaldar mismunandi orðbeygingar og heldur ekki nöfn, útlensk orð, skammstafanir (orð mynduð af upphafsstöfum og sem eru borin fram eins og venjuleg orð, t.d. NATO, UNESCO) og mörg samsett orð sem ekki er hægt að skilja að. Ef þessi orð hefðu verið talin með hefði orðaforðinn náð u.þ.b. 60 000 orðum. Þetta þýðir að nemandinn hefur lært tíu orð á dag frá fæðingu og upp úr.

Royal Mail

Enska er erfitt tungumál líka fyrir Englendinga. Rannsókn sem Royal Mail (enska póstþjónustan) lét nýlega gera sýnir að stafssetningarvillur og léleg málfræði kostar bresk fyrirtæki 6 000 000 000 £ (700 milljarði króna) í tekjutap. 31 prócent af þátttakendunum í rannsókninni sögðust hafa leitað að nýjum viðskiptafélaga þegar í ljós hafði komið of mörg tungumálavindhögg í samskiptunum.


© Hans Malv, 2004