Hverjir styðja esperantó?

Samkvæmt grein í tímaritinu USA Today frá 27. janúar 2000 hafa menn í kaþólsku kirkjunni í Þýskalandi athugað hvort ekki væri réttast að leggja til að horfið yrði frá latínu til esperantó sem vinnutungumáls innan þessa heimssamtaka. Samkvæmt greininni hefur kaþólska kirkjan lengi verið hlynt því að nota esperantó sem sameiginlegt tungumál í samskiptum milli félaga um allan heim. Síðan 1910 eru til alþjóðleg kaþólsk esperantósamtök, Internacia Katolika Unuigo Esperantista (IKUE) og tímarit þess Espero Katolika var stofnað þegar árið 1903. Síðan 1977 hefur Útvarp Páfagarður haft sendingar á esperantó. Síðan 1981 hafa verið haldnar, aðallega í Evrópu, messur á esperantó.

Þegar þátttakendur á fimmtugustu ráðstefnu IKUE 1997 söfnuðust saman á Péturstorginu þá talaði Jóhannes Páll II páfi til þeirra á esperantó. Hann hefur mörgum sinnum áður haldið ræður á esperantó.

Lítill hópur EB-stjórnmálamanna hefur hingað til skilið gildi esperantó. Við almenna fyrirspurn árið 1996 voru einungis 84 af 626 EU-þingmönnum jákvæðir til esperantó. Þess vegna verður breytingin að koma að neðan, frá venjulegu fólki.

Þetta er ensk lesæfing, þar sem fram kemur að Frjálslyndiflokkurinn í Englandi styður notkun á esperantó í alþjóðasamskiptum:

Text of a Resolution passed at the 1994 Liberal Party Assembly in Morecambe, England. This Assembly notes that:

  1. the Liberal Party is committed to supporting the rights of peoples in all countries to govern themselves under conditions of freedom and democracy, and to express themselves through the languages and cultures of their choice;
  2. the Party not have a commitment as to how people of differing languages and cultures should communicate with each other across such language differences, and that adoption of any national or regional language for this purpose would risk imposing the culture of that language group on the peoples of other language groups;
  3. the neutral international language, Esperanto, exists for precisely the purpose of communications across language parries, without any risk of such hegemony;
  4. Esperanto already has a history of more than 105 years of use, in more than 100 countries, with active practitioners of the language in many fields of government, the arts, science, commerce and industry, in schools and educational establishments, and in the service industries;
  5. Esperanto has a permanent world headquarters in the Netherlands with a salaried staff for all the usual requirements of a world-wide organization, and that the permanent organization is a member organization of UNESCO, in the category of non-governmental agencies, and also has consultative status at the world headquarters of the United Nations and other international bodies;
  6. the language, being totally regular as to grammar, word-stock and spelling, is straightforward to learn from any national language, by teaching and learning aids readily available from those many other languages.

This Assembly supports the wider use of Esperanto as a language for all governments and people who wish to use it.

Hinn kunni ítalski rithöfundur og prófessor í táknfræði, Umberto Eco, sagði í blaðaviðtali: ”Ég sé hvað er að gerast í Frakklandi; Það er enn verið að tala um þá ógn sem enskan er… Bráðlega verða þeir tilbúnir að veita stuðning sinn við eitt brúartungumál, einungis til að koma í veg fyrir að einhver önnur þjóðtunga nái yfirhöndinni… Við erum stödd á sögulegulegri stund þar sem það er auðveldara að fá tungmál viðurkennt, t.o.m. gervitungumál. Þó að esperantó sé gervitungumál er það enginn galli. Hefði ég ekki vitað að það væri gervitungumál hefði ég ekki tekið eftir neinum mun”.

Rússneski rithöfundurinn Leo Tolstoy, sem einnig ritaði á esperantó, skrifaði: ”Sá sem veit hvað esperantó stendur fyrir ætti að sjá sóma sinn í að koma boðskapnum áfram”. Ert þú sammála?


© Hans Malv, 2004