Málaglunduroðinn í EB

”Maður getur ekki gert hluti betri með því að láta sem allt er í lagi”. - V S Naipaul.

Einnig fyrir þá sem búa ekki í EB-landi getur verið lærdómsríkt að lesa um hvernig tungumálasamvinnan virkar í stórri alþjóðastofnun. Ég held að það sem stendur í skjali þessu sé mikilvægt fyrir alla íbúa heimsins. Það er þess vegna sem þú getur lesið þetta á íslensku.

EB er stytting á Evrópubandalaginu sem er að hluta til samvinnustofnun 15 evrópulanda: Belgíu, Danmörku, Finnlands, Frakklands, Grikklands, Írlands, Ítalíu, Lúxembúrgar, Hollands, Portúgals, Spánar, Bretlands, Svíþjóðar, Þýskalands og Austurríkis. EB hefur sem sagt 15 aðildarríki en einungis 11 tungumál. Þetta stafar af því að nokkur ríkjanna hafa sama tungumál. Samvinnan nær yfir marga geira og innan margra þessara geira hafa löndin afsalað sér þjóðaryfirráðum. M.a. hafa 12 landanna sameiginlegan gjaldmiðill, evruna (€).

Opinber tungumál EB eru danska, enska, finnska, franska, gríska, ítalska, hollenska, portúgalska, spænska, sænska og þýska. Opinberir textar skulu gefnir út á öllum tungumálunum en í hinni daglegu vinnu ríkir enskan og í franskan í minnkandi skala.

Með EB í þessu skjali er átt við stofnanir EB, þ.e.a.s. Evrópuráðið, Ráðherraráðið, Evrópuþingið, Evrópunefndina, Dómstólinn, Fjármála- og félagsnefndina, Svæðanefndina, Endurskoðunarnefndina og Evrópska fjárfestingarbankann.

110 túlkar

Ellefu opinber tungumál krefjast þess að á hverjum fundi þarf 110 túlka. Einn af þessum túlkum sagði í viðtali við hið stóra sænska dagblað Sydsvenska Dagbladet að það væri það erfitt að túlka á fundum EB-þingsins að eiginlega þyrfti 20 ára starfsreynslu. Hún sagði einnig að það reynir það mikið á að vera túlkur að flestir hafi ekki úthald í meira en hálftíma í einu, og að þess vegna leysi þrír túlkar af hvorn annan.

Vegna skorts á hæfum túlkum er túlkaþjónustan slælegri fyrir ”litlu tungumálin” en fyrir ensku, frönsku og þýsku. Það gerist oft að t.d. gríska er þýdd yfir á dönsku frá ensku þýðingunni, sem eykur hættuna á rangtúlkunum.

Í Sydsvenska Dagbladet ræddu nokkrir sænskir EB-stjórnmálamenn um málaglunduroðann í EB. Þeir sögðu að á fundum EB-þingsins í Strassborg eða fastanefndanna í Brussel væri sænska túlkstúkan oft tóm. ”Það er helvíti pirrandi að skilja ekki hvað er sagt”, sagði einn EB-stjórnmálamaður og hélt áfram: ”Ef það finnst danskur túlkur reyni ég að hlusta á hann. Annars verður að notast við enskuna. En ef maður kann ekki tungumálið fullkomlega fær maður ekki með öll blæbrigði málsins... Það eru nú margir sem hafa skammast út af því að við ýtt á rangan takka í atkvæðagreislum nokkrum sinnum. En það er ekki svo skrítið þegar við vitum ekki hvað við erum að greiða atkvæði um”.

Túlkar eru ekki alltaf til staðar

Alþjóðlegur skilningur byggir á samskiptum og er auðveldari ef við tölum sama tungumál. Það er þeim í hag sem hafa ensku sem móðurmál að geta notað sitt eigið tungumál við alþjóðlegar samingagerðir og gefur þeim yfirburði og líkur á enn betri árangri. Þeir sem ekki hafa ensku sem móðurmál upplifa sig í verri stöðu, og eru það líka. Viljum við að stjórnmálamenn okkar haldi áfram að semja á tungumáli sem þeir hafa ekki fullt vald á (sem þeir oft vilja ekki viðurkenna)? EB-stjórnmálamenn geta ekki reiknað með að það finnist alltaf túlkar innan handar. Eins og einn sænskur stjórnmálamaður sagði: “Vegna tungumálaskorts verður það oft þannig að við segjum það sem við kunnum á ensku en ekki það sem við viljum segja”.

Flestir starfsmenn EB nota daglega annað tungumál en þeirra eigið, með meðfylgjandi hættu á rangtúlkunum.

Margir þátttakenda á fundum þar notast er við beina túlkun hafa sagt það mjög þreytandi að þurfa að hafa heyrnartól allan tímann og hlusta á rödd annarar manneskju en þeirrar sem talar. Fyrir þann sem talar ensku er það þreytandi til lengdar að hlusta á og reyna að skilja fólk sem talar lélega ensku.

1. janúar 2004 hafði EB 380,8 milljónir íbúa

Meðal þeirra 381 milljóna í núverandi EB eru það 50 milljónir manns sem hafa annað móðurmál en hin 11 opinberu tungumál, t.d. katalónsku, rússnesku og basknesku. Það eru fleiri en 30 minnihlutamál innan banda EB-landanna og verða ennþá fleiri árið 2004. Sjá www.eurolang.net/browse.htm.

Eurobabble

Breski evrópuráðherrann Peter Hain kallaði þá ensku sem töluð er í EB fyrir ”Eurobabble” og sagðist vilja stöðva hana.

Hvenær verður stjórnmálamönnum okkar ljóst að EB, SÞ og aðrar alþjóðlegar stofnanir virka ekki á besta mögulegan hátt með svo mörgum vinnutungumálum? Það stendur og fellur með þér kæri lesandi að gera eitthvað við þessu og gera það NÚNA.

In all member countries there are every fifth year elections to the European Parliament. The next elections will be hold in June 2004. Do not forget to vote.

Þú hefur rétt fyrir þér

”Hvort sem þú heldur að þú getir það eða þú heldur að þú getir það ekki, þá hefur þú rétt fyrir þér”. - Henry Ford

Í dag eru 71% af frumritunum í EB skrifuð á ensku og 29% á frönsku. Trúlega munu öll frumrit verða skrifuð á ensku eftir 10 ár. Fyrir þremur árum voru 52% skrifuð á ensku og 48% á frönsku. Þeir sem hafa ensku sem móðurmál hafa gífurlega málalega yfirburði. Því miður er tungumálamálið á leið að skjóta hugmyndina að baki EB í kaf með afturhvarfi að gamaldags pólítískum elítuhugsanagangi.

Borðsalir og kaffihús

Kerfi EB með ellefu opinber tungumál byggir á að allar umræður fari fram í sérstaklega útbúnum herbergjum fyrir beina túlkun, og að túlkar og tæknimenn eru á vakt þegar einhver vill tala við annan frá öðru landi. Einnig sá sem hefur ensku að móðurmáli finnur fyrir takmörkunum í samböndum sínum, því langt því frá allir þátttakenda kunna ensku. Persónuleg tengsl fara að mestu leiti fyrir ofan garð og neðan þar sem talað er í gegnum túlk. Ræðu er hægt að halda í gegnum túlk en ekki ræða saman í trúnaði. Fulltrúar hinna ýmsu landa verða að geta talað og rætt saman á óformlegri hátt eins og t.d. í matsölum eða á kaffihúsum.

Í EB eru ekki öll ”opinber” tungumál jafn rétthá. Á embættisskrifstofunni eru “litlu” tungumálin varla töluð alls eins og t.d. finnska og gríska, sem er fötlun fyrir þátttakendurna frá minni löndunum þegar þeir vilja nýta sér þjónustu embættisskrifstofunnar.

Endurvarpstungumál

Innan EB er algengt að endurvarpstungumál sé notað, sem þýðir að t.d. við túlkun frá portúgölsku til finnsku hlustar finnski túlkurinn á ensku túlkunina og túlkar síðan frá enskunni. Það eru varla nokkrir túlkar sem geta túlkað milli t.d. portúgölsku og grísku eða dönsku og portúgölsku sem leiðir til að notast er við svo kallað endurvarpstungumál.

Þetta er náttúrulega neikvætt fyrir fulltrúa minni landa eins og t.d. Finnlands og Danmerkur. Það er hætta á að boðskapur þeirra komi ekki fram. Það er vel þekkt að bein túlkun inniber alltaf vissa rangtúlkun á því sem sagt er. Er endurvarpstungumál notað er hætta á að rangtúlkunin verði enn þá meiri.

Stórt upplýsingatap

Við beina túlkun gegnum endurvarpstungumál getur tapið á upplýsingum orðið mjög stórt. Við beina túlkun, án endurvarpstungumáls, er venjulegulega reiknað með 10% upplýsingatapi og um 2-3% innihaldsrangfærslum. Það er það erfitt að túlka beint að það er aldrei hægt að útiloka að villur slæðist með. Túlkurinn verður að ekki einungis að kunna óaðfinnanlega bæði tungumálin og hafa hraða hugsun, hann verður líka að þekkja öll fræðiheiti í notkun á báðum tungumálunum. Og það í allt flóknari heimi. Hvernig getur nokkur allsgáð manneskja varið þetta kerfi? Rannsókn fjármögnuð af SÞ sýnir að í málaþjónustunni við allar stofnanir tengdar SÞ er upplýsingatapið við endurvarpstúlkun á vísindalegum fundum að minsta kosti 50%.

Endurteknar athuganir á ráðstefnum hafa sýnt að þeir sem höfðu ráðstefnutungumálið að móðurmáli tóku marktækt oftar til orða en þeir sem höfðu annað móðurmál. Réttlát lausn á þessu væri að allir fengu að nota móðurmál sitt eða að enginn fái að nota móðurmálið sitt. Báðir möguleikarnir falla þó á skorti á túlkum, sérstaklega þeim með sérþekkingu. Eina lausnin er að EB innleiði eitt alþjóðamál sem vinnutungumál, eins og t.d. esperantó. Gerir EB það þá munu SÞ og allur heimurinn fylgja í fótsporin.

Oft verða mistök

Fyrsta útgáfan af fyrir EB mikilvæga Masstrichtsamningum (Sambandssamningnum), skjal með 253 blaðsíður, var afturkölluð frá bókasöfunum og sölustöðum þar sem merkingamunur textans í mismunandi þýðingum var mjög stór. Það kom í ljós að það varð að gera fullkomlega nýjar þýðingar og auðvitað prenta allan samninginn að nýju.

Flugmannslausar flugvélar

Þegar hinn mikilvægi, og nákvæmt þýddi Sambandssamningurinn gat haft svo margar þýðingarvillur, hvernig er það þá með þýðingar á venjulegum skjölum? Og hverjar verða afleiðingarnar? Í bresku EB-skjali stóð eftirfarandi: ”airplanes flying by automatic pilot over nuclear power plants” (flugvélar flogið af sjálfstýritæki yfir kjarnorkuverum). Franska þýðingin hljómaði: “les avions sans pilote qui prennent pour cibles les centrales nucléaires”, (U.þ.b. flugmannslausar flugvélar með stefnu á kjarnorkuver).

Að þýða tekur tíma

Það sem gleymist næstum því alltaf í umræðunni er að þýðingar taka tíma. SÞ, sem eru velbyrgar af þýðendum, gefa upp að það taki 24 daga að þýða texta sem ekkert liggur á á öll sex opinberu tungumálin og 6 daga ef um áríðandi texta er að ræða. EB gefur upp þýðingartíma frá einni klukkustund til fjögurra vikna.

Sem lausn á hinum aukna tungumálavanda EB lagði franski EB-ráðherrann Alain Lamassoure til árið 1994 að EB einungis skyldi hafa fimm vinnutungumál. Þessi leikur hans vakti þó kröftug mótmæli frá mörgum EB-löndum.


© Hans Malv, 2004