Þess vegna ætti enskumælandi fólk að styðja esperantó

Allir hagnast á ef við fáum heim þar sem allt fólk í öllum löndum heims getur auðveldlega skipst á skoðunum. Ef venjulegt fólk getur náð sambandi við hvort annað og hafið samtal, til hliðar við stjórnmálamennina, þá mun venjulegt fólk ekki hefja eitt samtal heldur þúsundir samtala sem munu leiða til að nýjar lausnir um samstöðu og fjárhagslega þróun munu skjóta rótum og óendanlegur fjöldi vinabanda munu verða knýttur. Þess konar heimur mun verða öruggari og miklu skemmtilegri. Til að þetta verði að veruleika er þess krafist af okkur manneskjum að við sameinumst um eitt auðvelt tungumál fyrir alþjóðasamskipti, eitt tungumál sem er tungumál allra og ekki nokkur þjóðtunga. Þetta tungumál þarf ekki endilega að vera esperantó.

Svona tungumál er t.d. mikilvægur lykill að varanlegum friði í Mið-Austurlöndum. Þrátt fyrir olíuríkidæmið eru Arabaríkin ein af mest vanþróuðu svæðum heims. T.d. er 43% af öllum fullorðnum Aröbum ólæsir en meðaltalið í þróunnarheiminum er 29%. Samkvæmt skýrslum Alþjóðabankans er samanlagður útflutningur Arabaríkjanna minni en útflutningur Finnlands ef olían er ekki reiknuð með. Finnland hefur fimm miljónir íbúa á meðan Arabaríkin hafa 280 miljónir. Eini möguleiki arabaheimsins til að rjúfa einangrunina er að auka menntunnarstig og tungumálakunnáttu fólksins. Aukin þekking í einu alþjóðamáli myndi ryðja braut fyrir flæði af nýjum hugsunum, nýja tækni og nýjar lausnir.

Vegna þess hversu útbreiddur fjandskapurinn er gegn öllu ensku og bandarísku er það nánast ómögulegt að leiðin til aukinnar tungumálakunnáttu liggi gegnum enskuna. Fyrst þegar fólk Arabaheimsins getur byrjað að hafa samskipti við og skilja umheiminn getur fólk valið eigin leið. Bjartsýni? Já. Óraunsætt? Nei. Ég held að hin venjulega “litla” manneskja er friðsöm vera sem vill lifa í samstöðu með umheiminum. En til að geta náð samstöðu þarf samtal.

How shall we promote progress in Afghanistan? Do you have any idea?

Vörn

Eitt sameiginlegt alþjóðamál er ekki ógnun heldur vörn fyrir þau fjöldamörgu tungumál sem eru í útrýmingarhættu. Það er mikilvægt að til sé tungumálaleg fjölbreytni því tungumálið hefur sterkar rætur í persónuleika okkar og er þar að auki menningarberi. Heimur þar sem fjölbreytileiki tungumála og menningarheima lifa hlið við hlið, án samskeppni eða ógnunar, mun verða friðsamari og hamingjusamari, heimur þar manneskjurnar þurfa ekki að upplifa firrun.

Latína, franska, portúgalska og spænska hafa öll verið ríkjandi heimstungumál, og allir héldu að svo myndi verða um allan aldur. Ein aðalástæðan fyrir að Þjóðabandalagið samþykkti ekki esperantó sem sameiginlegt tungumál var að fulltrúar diplómatatungumálsins á þessum tíma, Frakkar, hindruðu þetta þar sem þeir héldu að franskan myndi halda áfram að vera ríkjandi alþjóðamálið.

Fyrir minna en 15 árum var rússneska tungumál stórveldisins Sovétríkjanna og það tungumál sem t.d. var notað í samskiptum milli lýðveldanna. Rússneska var fyrir þá sem ekki höfðu það sem móðurmál fyrsta tungumálið í skólanum. Núna er enska tungumálið notað meir og meir sem milliríkjasamskiptatæki milli lýðveldanna í fyrrum Sovétríkjunum, og enska hefur næstum því alveg tekið við hlutverkinu sem fyrsta framandi tungumál. Stór hluti rússneskukennara hefur orðið atvinnulaus. Hverjum hefði dottið þetta í hug?

Með ráðandi stöðu enskunnar hefur fólk í enskumælandi löndum almennt ónóga kunnáttu í öðrum tungumálum, sem dregur úr skilningi á öðrum menningarheimum.