Að læra móðurmál sitt

Tungumál eru fulltrúar mikilvægra mannlegra eiginleika. Dýrin hafa líka tungumál en í heimi dýranna fjallar það um takmarkaðan fjölda tákna sem ekki er hægt að bera saman við tungumál mannsins með sína fjölbreytni og nýsköpun, sem gerir fjölda orða og orðasambanda óendanleg.

Barn lærir tungumál sitt, þ.e.a.s. talmálið, fljótt og eðlilega og hefur náð góðum tökum á málinu þegar við sex ára aldur. Það besta sem hægt er að hugsa sér til að fá fjölbreytt tungumál er að hafa málglaða og menntaða móður.

13 000 orð

Sex ára barn getur kunnað hátt í þrettán þúsund orð, sem þýðir að barn – sem kann ekki að lesa ennþá og er því háð tungumáli umhverfis síns til að útvega sér tungumálahæfni – verður að hafa lært nýtt orð annan hvern tíma í vakandi ástandi í lífi sínu. Þó við minnkuðum orðaforða sex ára barnsins um helming, þá myndi það þýða nýtt orð fjórðu hverju klukkustund sem er líka ótrúlega mikið.

Þriggja til fjögurra ár börn ráða í heildina yfir allri málfræðiuppbyggingu, og fylla síðan bara í eyðurnar í orðaforða sínum.


© Hans Malv, 2004