Tölvur og málanotkun

Vegna rökréttrar málfræði esperantó, strangri merkingu orða og afmörkuðum fjölda samheita er esperantó miklu betur hæft en önnur tungumál til tölvuþýðinga. Þýðingar í EB gætu farið fram samkvæmt eftirfarandi uppskrift: Texti á t.d. rúmönsku er þýddur með hjálp tölvu á esperantó. Talvan verður að fá hjálp frá manneskju sem getur ákveðið hvaða af mögulegum þýðingum hin ýmsu orð rúmönskunnar fær, og almennt leiðrétta þýðinguna. Frá esperantó er síðan auðveldlega hægt að þýða textann á öll opinber tungumál EB eða SÞ.

Bara 28 hljóð

Einnig hvað varðar möguleika talvanna að skilja talað mál stendur esperantó betur að vígi en önnur tungumál þar sem hver bókstafur í esperantó er borinn fram á sama hátt, allir stafir í orðinu eru bornir fram og öll orð eru stöfuð eins og þau hljóma. Talvan þarf að einungis að kunna 28 hljóð í esperantó. Í öllum þjóðtungum eru miklu fleiri hljóð en bókstafir. Þrátt fyrir að unnið hafi verið að verkefninu í að minsta kosti 45 ár hefur enn ekki tekist að búa til nokkurt tæki sem skilur venjulegt, óþvingað, mannamál. Það eru til tölvur sem hægt er að forrita til að skilja tungumál viss einstaklings en þá þarf hann að tala hægt og skýrt. Þrátt fyrir það verða margar vitleysur. En það er þó ekki skrítið. Ein manneskja getur kannski kunnað 50 000 mismunandi orð en getur ekki borið þau fram á 50 000 mismundi hátt.

Það er ekki til nokkur þjóðtunga sem kemst í hákvist við esperantó í gervitali.


© Hans Malv, 2004