Hver er kostnaðurinn við öll tungumál EB?

700 000 000€ = 62 000 000 000 íslenskar krónur.

Kostnaður EB við ellefu vinnutungumál er 700 000 000 €, summa sem reiknað er með að hækki töluvert þegar EB fær árið 2004 20 opinber tungumál. Eiginlega er kostnaðurinn fyrir fjöltyngið töluvert meiri þar sem hér er ekki reiknaður inn kostnaðurinn fyrir þýðingarvinnu, tengd EB, sem unnin er svæðisbundin í aðildarlöndunum. Ættu ekki allir þessir milljarðir króna að geta nýst betur?

Auðvitað eigum við ekki að láta nísku ráða yfir viskunni. Ef besta lausnin er að hafa 20 vinnutungumál ættum við að gera það. Lestu áfram og myndaðu eigin skoðun.

Í EB starfa u.þ.b. 4.000 þýðendur og túlkar í fullu starfi. Þar að auki er leitað aðstoðar fjölda sjálfstæðra þýðenda og standa þeir nú fyrir um 20% af þýðingarvinnunni. Reiknað er með að báðar þessa tölur eigi eftir að hækka stórlega á næstu árum.

© Hans Malv, 2004