SÞ hafa mikinn tungumálavanda

SÞ hafa sex opinber tungumál, sem hefur sýnt sig vera þungt í vöfum og kosta mikið fé. Aðildarríkin eru 191.

Opinber tungumál SÞ eru: Enska, franska, kínverska, rússneska, sænska og arabíska. (UNESCO hefur níu opinber tungumál en eingungis sex vinnutungumál). Það eru öflugir þrýstihópar sem vinna á portúgölsku, hindí, japönsku og öðrum tungumálum sem munu verða að opinberum tungumálum í SÞ. Hvers vegna ættu þau ekki að verða það, það væri nú ekki meir en réttlátt? Þegar um réttlæti er að ræða ætti SÞ að sýna gott fordæmi. Hvers vegna gera SÞ það ekki? Hvers vegna gera SÞ það ekki?

Hvers vegna samþykkir meirihlutinn þetta?

Hinn alþjóðlegi félagsskapur, SÞ, hafa sem sagt sex vinnutungumál sem léttir ekki beint undir samvinnuna. Það er undarlegt að fulltrúarnir fyrir vissar þjóðir fái að tala móðurmál sitt á fundum SÞ á meðan aðrir, meirihlutinn, fái það ekki. Enn furðulegra er að fulltrúarnir fyrir meirihluta landanna í SÞ samþykki þetta.

Fyrr eða seinna munum við þurfa að sameinast um eitt hlutlaust, auðvelt, og sameiginlegt vinnutungumál, m.a. vegna þess að tungumálaglunduroðinn í SÞ kostar skattgreiðendur um allar jarðir háar fjárhæðir. Hversu háa veit ég ekki, þar sem ég án árangurs reynt að fá upplýsingar um það frá SÞ. Það er trúlega svo að enginn veit það.

Eitt sinn samþykktu aðildarríki WHO (World Health Organization), ein af stofnunum SÞ, aukafjárveitingu upp á fimm miljónir bandaríkadala í þýðingar- og túlkastarfsemi. Á sama fundi var hafnað umsókn upp á 4,2 miljónir bandaríkjadala í heilsuverkefni í Afríku.

Hvers vegna er japanska ekki opinbert tungumál í SÞ?

Þeir sem hafa réttlætiskennd hljóta að þykja það óréttlátt að innan SÞ, sameiginlegu samfélagi okkar allra, hafa tungumálin misréttháa stöðu. Hvers vegna ættu ekki fulltrúar Japans, Þýskalands, Brasílíu og Madagaskar að fá að segja skoðun sína á eigin tungumálum í Allsherjaþingi SÞ þegar t.d. fulltrúi frá Sýrlandi getur sýnt mælskulist sína á eigin tungumáli? Nei, annað hvort verða SÞ að gera eins og EB, láta hvert tungumál aðildarríkjanna verða opinbert tungumál eða í staðinn velja eitt hlutlaust tungumál sem vinnutungumál. Hvaða aðferð álítur þú að myndi verða ódýrust og best myndi þjóna alþjóðaumræðunni?

Ef EB innleiddi esperantó sem eina vinnutungumálið myndi SÞ, vegna alþjóðlegs mikilvægi EB, fljótlega auka fjölda opinberra tungumála um eitt, esperantó. Eftir nokkrar kynslóðir myndi hið gríðarlega auðvelda tungumál esperantó verða algjörlega ráðandi í starfsemi SÞ, og þar af leiðandi myndi það verða valið sem eina opinbera tungumálið í SÞ. Flestir fulltrúanna hafa þrátt fyrir allt ekkert hinna sex opinberu tungumálanna sem móðurmál.

1965 fengu báðar deildir sænska þingsins verkefni frá ríkisstjórninni að semja tillögu til SÞ eða UNESCO sem skyldi lýsa hlutlaust mikilvægi esperantó í alþjóðasamskiptum og mæla með hlutlausri og endanlegri lausn á tungumálavanda heimsins. Það var náttúrulega aldrei neitt gert í þessu.


© Hans Malv, 2004