Tungmál eru erfið

Eftir 2.000 tíma nám í ensku hefur venjulega hvorki meðal Japani eða Kínverji nægilega kunnáttu í tungumálinu til að geta notað það á hentugan hátt og hefur þar að auki ennþá erfitt með enska framburðinn. Það nægir að meðaltali með 250 tíma kennslu í esperantó fyrir Asíuunglinga að ná miklu betri tökum á esperantó, einnig hvað varðar framburðinn.

Að heyra nægir ekki

Það nægir ekki að heyra tungumál til að læra það. Áður fyrr voru heyrnarlausir foreldrar hvattir til að láta börn sín horfa mikið á sjónvarp en það kom í ljós að það hafði ekkert að segja um málþróun þeirra.

10 000 sagnbeygingar

Í nútíma spænsku getur hver sögn haft um fimmtíu sagnmyndir. Franska er, ef það er hægt, ennþá erfiðari. Tökum t.d. frönsku beygingarfræðina. Larousse del la conjugaison kynnir yfir tíuþúsund sagnmyndir sem skiptist í 115 sagnbeygingar.

Skólaenskan nægir ekki

Það dugir ekki fyrir þann sem vill reka erindi í EB-þinginu eða í Allsherjarþingi SÞ að gera sig skiljanlegan með aðstoð túlks. Það krefst þess að geta talað sannfærandi, rökrætt, rætt málin og vakið tilfinningar. Til að takast þetta nægir ekki bara skólaenskan heldur er hér þörf á nokkra ára viðbótarnámi og þjálfunar í ensku. Hversu margir stjórnmálamanna okkar hafa náð því á ferli sínum?


© Hans Malv, 2004