Hvers vegna líkar ekki öllum að esperantó verði eina vinnutungumál EB og SÞ?

”Einn fimmti af íbúunum er alltaf á móti öllu”. - Robert Kennedy

Margir EB-þingmenn eru andstæðingar esperantó. Ég held að þeir sjái tungumálið sem ógnun gegn eigin vellaunuðu tilveru sem EB-þingmenn. Ákvörðun um að gera esperantó að vinnutungumáli EB myndi hafa í för með sér að þeir yrðu að læra tungumálið og það hafa þeir ekki tíma eða löngun til. Ef þeir læra ekki tungumálið eiga þeir á hættu að verða skipt út fyrir aðra að heiman. Þess vegna held ég að tillagan um esperantó muni aldrei fá meirihluta í Evrópuþinginu. Tillöguna verður að leggja fram í Evrópuráðinu eða Ráðherraráðinu, eða í báðum samtímis, sem kröfu frá mörgum núverandi og verðandi aðildarríkjum.

Annar hópur andstæðinga esperantó er fjöldi túlka, þýðenda, tungumálakennara og annara sem hafa fjárfest mörgum árum af lífi sínu í að læra eitt tungumál það vel að geta lifað á því. Margar tungumálamanneskjur (samt alls ekki allar) sjá esperantó sem hótun um atvinnuleysi eða stórlega skertan efnahag. Ég vil benda hér á að fólk með góða tungumálakunnáttu er mjög fljótt að læra esperantó og þörfin fyrir esperantókennara mun verða mjög mikil. Á löngu millibilsástandi mun verða þörf á túlkum og þýðendum með esperantókunnáttu. Þar fyrir utan mun alltaf verða þörf á tungumálakennurum og þýðendum.

Margir tungumálakennarar og aðrir sem vinna með tungumál eru fullir ákafa yfir esperantó.

Vita sérfræðingarnir betur?

En þeir sem vinna sem þýðendur, túlkar eða tungumálakennarar eru sérfærðingar í tungumálum. Ættum við ekki að hlusta á þá? Geta þeir ekki, betur en aðrir, séð gallana á að nota alþjóðamál eins og t.d. esperantó í EB og SÞ?

Tölur eru alþjóðlegar

Það mætti ætla annað en í raun hafa sérfræðingar oft verið hörðustu andstæðingarnir gegn breytingum sem bitnar á þeim sjálfum. Dæmin eru ótal mörg. Eitt dæmi er 0, 1, 2, 3, 4…, talnakerfi nútímans sem varð til á Indlandi fyrir 1700 árum. Þegar reiknikerfið, gegnum Arabana, náði Evrópu miðaldanna, hver urðu þá viðbrögðin? Tóku stærðfræðingar fortíðarinnar nýjungunum opnum örmum? Nei, það gerðu þeir alls ekki. Þegar fólk í Evrópu á þessum tíma vildi reikna út eitthvað notaði það flóknar aðferðir með reiknifjölum og margföldunin krafðist háskólanáms. Andstaðan gegn nýja kerfinu var lengi óbifanleg því listina að reikna kunnu einungis fáir útvaldir og hugsunin um að almúginn myndi fá aðgang að þessari göfugu list var mjög ógnvekjandi. Við vitum öll hver bar sigur úr býtum. Þessi sigur var ekki einungis sigur stærðfræðinnar heldur einnig sigur lýðræðis og jafnréttis. Ennþá eru tölurnar eina alþjóðamálið sem við höfum. Lestu meira um þetta í bók Georges Ifrahs: The Universal History of Numbers: >From Prehistory to the Invention of the Computer.

Í esperantóhreyfingunni eru nokkrir andstæðingar esperantó sem sameiginlegs vinnutungumáls í EB og SÞ. Vilja þeir að esperantó verði leynitungumál lítils hóps útvaldra?

Hræddir við allt sem er nýtt

Svo eru þeir sem eru hræddir við allt nýtt og útlenskt. En yfir höfuð trúi ég því að þeir muni taka við esperantó þegar þeim verða kostirnir ljósir. Því esperantó mun verða til að vernda allar þjóðtungur, einnig enska þjóðtungu. Það er rétt að varðveita eigið tungumál og eigin menningu en það kemur ekki í veg fyrir skilningi á að aðrir vilji varðveita tungumál sitt og menningu. Við eigum öll okkar sögu sem við viljum varðveita og virða.

Mörgum finnst þeir vera öruggir í sínu horni af heiminum, öruggir bak við tungumálahindranirnar. Kannski eru þeir hræddir við að landið muni fyllast af flóttafólki og nýbúum. Þetta eru tveir aðskildir hlutir. Hvort sem við veljum esperantó eða ekki þá er flóttamanna- og nýbúastefna hvers lands mörkuð af þeim sem völdin hafa í landinu og ekki af flóttamönnunum sjálfum. Í heimi þar sem margir kunna esperantó munu margar af ástæðunum fyrir flóttamannavanda heimsins minnka eða hverfa.

Hugmyndaskiptum í hag

Innflutningsfyrirtæki í enskumælandi heimi hafa betri samkeppnisaðstöðu vegna ríkjandi stöðu enska tungumálsins. Mörg þessara fyrirtækja munu á allan hátt vinna gegn esperantó. Þetta er þó heimskulegt og umfram allt skammsýni, því þegar til lengri tíma er litið mun esperantó verða heimsmarkaðinum og hugmyndaskiptum landa á milli í hag. Því munu allir hagnast á, bæði ríkir og fátækir. Efnahagur heimsins er ekki eins og terta þar sem það verður minna eftir handa öðrum ef einhver tekur stærri sneið. Allir geta fengið stærri sneiðar.

Í mörgum einræðisríkjum mun vera unnið á móti esperantó, án árangurs, því með sameiginlegu alþjóðamáli sem auðvelt er að læra verður mikið efiðara fyrir stjórnirnar að blekkja fólk, eins og þeir geta gert nú í skjóli tungumálahindrana.

Með hjálp alþjóðamálsins munu hugmyndir um virðingu fyrir “litlu manneskjunni”, hugmyndir um skoðanafrelsi, lýðræði, sjálfsögð réttindi kvenna, efnahagsfrelsi, niðurbrjótandi áhrif spillingar og innihaldið í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna ná út um heim allan og gefa þegar til lengri tíma er litið öruggari heim, heim með minni þjáningu.

Með esperantó munu allir geta notfært sér þekkingu heimsins og tekið þátt í efnahags- og stjórnmálaumræðu heimsins. Þeim mun upplýstari manneskja er því mun minni líkur eru á að hún verði öfgasinni. Engin stjórn mun geta komið í veg fyrir að fjöldi fróðleiksfúsra íbúa landsins læri sjálfir esperantó, kannski gegnum útvarpsþætti frá öðrum löndum eða smygluðum kennslubókum, því það er auðvelt að læra esperantó. Málakunnátta ryður veg fyrir lýðræði.

Hvers vegna bönnuðu bæði Stalin og Hitler esperantó 1937? Urðu báðir hræddir?

In the history of man, a democracy has never been in war against another democracy.

(The apostles of hatred and dictatorship, they who shun the free debate, they who want the people to uncritical accept their preaching, they are against Esperanto.)

Sjálfgefinn, og hættulegur, andstæðingur esperantó er alþjóðaglæpastarfsemin. Sjá að ofan undir fyrirsögninni: Tungumál, spurning um öryggi.

Interlingua

Sumir vinna gegn esperantó vegna þess að þeir álíta að til sé enn betra alþjóðamál. Sumir mæla með interlingua, sumir volapük, sumir ido, sumir novial, sumir occidental, aðrir ling og enn aðrir latínu, að ónefndum þeim sem álíta að hæfasta tungumálið er enska, þýska, franska eða spænska.

Auðvitað ættu þeir sem ábyrgð bera í EB og SÞ að rannsaka hlutlaust alla möguleika.