Tungumál, spurning um öryggi

Heimurinn þarf eitt almennt viðurkennt alþjóðamál. Ef við í EB ákveðum að hafa eitt auðvelt tungumál þá mun afgangurinn af heiminum einnig að fara að fordæmi okkar, vegna mikils alþjóðlegs mikilvægi EB og vegna ýmissa vandkvæða sem enskan býr yfir eins og t.d. fjölda framburðarafbrigða. Samstaða veitir styrk. Það er fjöldi dæma um hvers vegna heimurinn þarfnast eins sameiginlegs alþjóðlegs tungumáls. Nokkur dæmi:

1994 sökk bíl- og farþegaferjan Estónía í Eystrasaltið og 859 manneskjur fórust. Sálarvarnastjórnin (SPF), gat eftir hamfarirnar bent á umfangsmikla bresti ásamt meðfylgjandi hættustundum hvað varðaði samskiptin við björgunina, sem einnig gerði björgunina erfiðari. Björguninni var nefnilega stjórnað á þremur tungumálum: Ensku, finsku og sænsku. Tungumálaglunduroðinn var t.d. stór milli sænsku og finnsku þyrluflugmannanna sem einnig innibar hættu fyrir þyrluáhafnirnar. Viðtöl SPF við þyrluflugmennina leyddi í ljós að þeir hefðu ekki verið alveg færir um að hafa samskiptin á ensku og þegar samtölin fóru fram á finnsku skildu ekki sænsku flugmennirnir. Þetta er ein röksemd í viðbót fyrir esperantó. Þú skilur það örugglega en spurningin er hvort stjórmálamenn okkar muni nokkru sinni skilja þetta, eða láta sem þeir skilji það. Það er þess vegna sem við venjulegt fólk verðum að bregðast við í þessu máli og krefjast þess að stjórnmálamenn okkar geri eitthvað í málinu. Í næsta skipti getur það fjallað um þig.

Fjöldamörg óhöpp hafa orðið fyrir utan strendur Svíþjóðar. Sem dæmi má nefna árekstra skipa, vegna skorts á fullnægjandi enskukunnáttu stýrimanns eða skipstjóra.

Vegna endurtekinna óhappa, svo sem árekstra, í sambandi við byggingu Eyrarsundsbrúarinnar neyddist danska Strandgæslan að ráða rússneskumælandi túlk.

Í mars 2001 átti sér stað járnbrautarslys sem krafði átta mannslífa. Slysið gerðist á landamærunum milli hinna tveggja tungumálasvæða Belgíu, á milli frönsku- og flæmskumælandi svæðanna. Samkvæmt flæmska dagblaðinu De Morgen kom viðvörun frá frönskumælandi umdæmisstjóra í Wavre fjórum minútum fyrir slysið en flæmski kollegi hans í Leuven skyldi hana ekki.

Í æ hreyfanlegum heimi mun fjöldi alþjóðlegra stórslysa aukast. Að krefjast þess að björgunarfólk að störfum við aðstæður með miklu andlegu álagi eigi að geta haft samskipti á hinu erfiða tungumáli ensku er ekki raunhæft. Munu stjórnmálamenn EB að axla ábyrð sína í þessu máli? Nei, auðvitað ekki – ekki nema þú krefjist þess að þeir geri það.

Í dagblaðinu Sydsvenska Dagbladet þann 23. 05. 2003 lætur yfirmaður Leyniþjónustu sænska ríkisins, Christer Ekberg, uppi að alþjóðlega afbrotastarfsemin breiði æ meira úr sér í EB og að samvinnan í EB um að vinna gegn afbrotastarfseminni gangi verr vegna tungumálahindranna. Breyting til esperantó mun gera alþjóðlegum afbrotamönnum erfiðara fyrir. Starfssemi þeirra kemur niður á okkur öllum. Geta þetta verið rök fyrir stjórnmálamenn okkar að afnema tungumálahindranirnar? Nei, því trúir örugglega enginn.


© Hans Malv, 2004