Lokaorð

Ég trúi á mikilvægi samskipta, ekki bara milli samlanda. Ég hef ekki efni á dýrum auglýsingarherferðum til að koma boðskapnum í þessu skjali á framfæri. Ef þér finnst ég hafa rétt fyrir mér berðu þá boðskapinn áfram til kunningja og skrifaðu til blaða, tímarita, stjórnmálamanna eða annars þekkts fólks, eða reyndu á annan hátt að hjálpa mér að ná til almennings. Við berum öll ábyrgð á heiminum sem við lifum í.

Ef þú ert ekki sammála mér, hver er þá skoðun þín? Eigum að halda áfram sem fyrr með málahindranir, samskiptavandamál, skort á alþjóðlegum skilningi og menningarlega útjöfnun af heiminum? Það hagnast enginn á því.

Nú er tími til kominn fyrir þig að bregðast við. Komdu af stað umræðu. Nú þegar.

”Engum hefur orðið á stærri mistök en þeim sem gerði ekki neitt, því hann hélt að hann gæti bara gert svo lítið”. - Edmund Burke, stjórnmálamaður og heimspekingur.

Gleymdu ekki orðum Andrew Jacksons: ”One man with courage makes a majority”.

And here comes another English exercise: “Those who lack courage will always find a philosophy to justify it.” - Albert Camus.


© Hans Malv, 2004