Enskan og aukin áhrif hennar í Svíþjóð

Prófessor Jan Svartvik skrifar í bók sinni ”Í mörgum menntaskólum er hægt að finna tvítynda kennslu” þ.e.a.s. kennslan fer fram á ensku – ekki bara í enskutímum heldur einnig í öðrum fögum eins og t.d. í eðlisfræði, stærðfræði og sögu. Hugsunin er vissulega góð: Að láta nemendurna nota enskuna sem hagkvæmt verkfæri og verða tvítynd ”í alvöru”. En almenn kennsla á ensku fyrir nemendur með sænsku sem móðurmál getur líka fengið neikvæð áhrif…

Að nota ensku sem kennslustofutungumál í t.d. eðlisfræðitímum hefur oftast í för með sér blæbrigðaminni orðanotkun og þar af leiðandi yfirborðskenndari efnistök í faginu. Nemendur með ensku sem móðurmál kvarta oft yfir fábrotnu tungumáli kennaranna, sem eru sænskir háskólakennarar, í kúrsum á ensku og að það lækki gildi kennslunnar og geri kúrsana innantóma…

Notkun ensku sem kennslutungumáls setur sem fremsta skilyrði að sérgreinakennarinn hafi mjög góða kunnáttu í ensku. Niðurstöður rannsóknar í sænskum menntaskólum sýndu að kennarana skorti nægilega málakunnáttu og sýndi engin skýr merki um kosti enskunnar sem kennslutungumáls…

Svíar almennt treysta á enskuna sína í alls konar aðstæðum. Því miður er þetta viðhorf óraunsætt. Í stórum hluta heimsins gengur ekkert sérlega vel að nota ensku. Þessari einskorðun við enskuna sem samskiptatungumál fylgir einnig að hinn vestræni menningarheimur með anglóameríska slagsíðu verður mjög ríkjandi í móttakaralöndunum. Sérstaklega í Frakklandi hafa ráðamenn varað við þróun í áttina að eintyndum heimi þar sem enskan yrði einráð og næstum því öll menningarleg sköpun og fjölmenning myndu hverfa… Margir málaverndunarmenn eru meira að segja hræddir um að sænskan eigi eftir að hverfa…”.


© Hans Malv, 2004