Um tungumál

Það eru til um það bil 6.000 tungumál. Af þessum er reiknað með að 60%, eða jafnvel ennþá fleiri, hverfi á næstu 100 árum. Ein af ástæðunum er að mörg tungumálanna eru minnihlutamál sem munu lúta í lægra haldi fyrir meirihlutamálunum.

Á Indlandi eru hundruðir tungumála, þar af 15 opinber.

Við sjáum fyrir okkur hvernig þrjú til fjögur tungumál munu verða ríkjandi í heiminum, segir þróunarlíffræðingurinn Mark Pagel við breska Readingháskólann. (His main area of work is Evolutionary theory as applied to genes and behaviour, language evolution, evolutionary genetics and phylogenetics).

Sex tungumál eru töluð af meir en 1/3 af íbúum jarðarinnar – kínverska, enska, spænska, rússneska, bengalska og hindí. Nokkur hundruð tungumál í viðbót eru töluð af 45% af íbúum heims. Einungis 250 tungumál hafa fleiri en milljón iðkenda. 96% af öllum tungumálum eru töluð af minna en 4% af íbúum heims.

Einvörðungu móðurmálskennsla dugir ekki

Til að varðveita minnihlutamál dugir ekki einvörðungu móðurmálskennsla. Til að tungumálið geti haldið áfram að lifa krefst að málið sé notað og að það þróist samhljóma nútímanum.

Stærstu tungumál heims:

Kínverska 1075 milljónir
Spænska 332 "
Enska 322 "
Bengalska 189 "
Hindí 182 "
Rússneska 170 "
Portúgalska 170 "
Japanska 125 "
Þýska 98 "
Wo (kínversk mállýska) 70 "
Arabísk tungumál, samanlagt 175 "

Heimild: Málvísindadeild Gautaborgar Háskóla, Svíþjóð. 1999.


© Hans Malv, 2004