Hversu margir tala esperantó?

Esperantó hefur verið til í 115 ár. Ef esperantó er svo frábært, hvers vegna eru það bara tvær miljónir sem tala það? Spurðu í staðinn hvers vegna svo margir hafi lært esperantó. Það er ekki þjóðtunga nokkurs lands.

Hvers vegna hafa þau lært esperantó?

Ástæðan fyrir því að fólk lærir esperantó er í flestum tilfellum sú að það er hugsjónafólk.

Það er hægt að sjá tillölulega mikinn fjölda esperantómælandi fólks í svo ólíkum löndum eins og Japan, Brasilíu, Íran, Madagaskar, Búlgaríu og Kúbu. Í Afríku er mikill áhugi fyrir esperantó. Í Póllandi, Búlgaríu, Rúmeníu, Ungverjalandi og Rússlandi eru margir sem hafa lært esperantó. Esperantó hefur frekar sterka stöðu í Kína. Þar eru margir áhugasamir og kennslan nýtur ríkisstyrks. Í Kína eru gefin út mörg glæsileg tímarit og sjónvarpsnámskeið hafa einnig verið haldin. Í Búdapest í Ungverjalandi er esperantódeild við háskólann þar sem hægt er að leggja stund á tungumálið á háu stigi og jafnvel taka doktorsgráðu. Þar er esperantó notað sem grunnur fyrir nám í öðrum tungumálum og hafa einnig verið gerðar tilraunir með tölvur sem tala esperantó. Í Ungverjalandi fá kennarar hærri laun ef þeir hafa að auki próf í esperantó.


© Hans Malv, 2004