Um samskipti

Samskiptin milli íbúa jarðarinnar, ekki einungis milli stjórnmálamanna, er spurning um skilning eða umburðarleysi, frið eða stríð, líf eða dauða, velferð eða fátækt.

Væri það ekki vegna tungumálsins myndum við manneskjur ekki vera til því þá hefði okkur verið útrýmt fyrir löngu af sterkari og fótfrárri dýrum. Ef við hefðum þrátt fyrir allt verið til værum við þá manneskjur?

Það sem gerist í öðrum löndum og í öðrum heimshlutum hefur meir og meir áhrif á líf okkar og þá sérstaklega á það sem er ákveðið í SÞ, og fyrir okkur sem búum í Evrópu, í EB. Ekkert land getur einangrað sig án þess að verða fyrir menningarlegum, vísindalegum og efnislegum afturförum. Því fleiri íbúar í litlu landi sem kunna eitt framandi tungumál því betri verða skilyrðin fyrir alla í landinu að hafa það gott.

Svíþjóð getur bráðum talið níu milljónir íbúa. Við höfum mikla iðnvæðingu og góð lífsgæði. Landið hefur níu ára skólaskyldu og flestir unglingar halda áfram í þriggja ára menntaskólanám. Ég skrifa frá sænsku sjónarhorni en það sem ég skrifa gildir í mismunandi gráðu fyrir öll lönd sem ekki eru enskumælandi. Ég skrifa um tungumálastöðuna í EB, SÞ og í heiminum, ásamt að skrifa um þann ókost að enska tungumálið veður meir og meir ráðandi alþjóðamál. Ég held að enskukunnátta Svía sé meiri en flestra sem hafa ekki ensku sem móðurmál. Þrátt fyrir að í grein þessari sé einblítt á EB þá hefur hún stórt gildi fyrir tungumálastöðuna í heiminum.

Hlæja að bröndurum þeirra

Að skilja annað fólk sem talar annað tungumál fellur í slæman jarðveg hjá þeim sem eru fastir í eigin tungumáli. Til að skilja annað fólk með annað tungumál krefst mikillar tungumálakunnáttu. Því hvernig átt þú að geta skilið það ef þú getur ekki talað við þau, rætt málin og hlegið að bröndurum þeirra? Úr skilningi vex umburðarlyndi og samúð, sem síðan leiðir til öruggari heims. En til að þetta geti virkað verða samskiptin að gerast á “jafnréttisgrundvelli” og að tungumálum sé ekki þvingað upp á fólk. T.d. ef í einu landi er eitt meirihlutatungumál og eitt minnihlutatungumál, og minnihlutinn nýtur ekki virðingar, leiðir það auðveldlega til deilna, þrátt fyrir að allir í minnihlutanum hafi þurft að læra tungumál meirihlutans.

Hvaða tungumál ættu unglingarnir okkar að læra?

Að læra tungumál er erfitt, það tekur fleiri ár áður en hægt er án takmarkana að ræða málin og grínast á nýja málinu. Og hvaða tungumál er réttast að læra? Best væri ef öll börn og unglingar í heiminum, samhliða móðurmáli sínu, lærðu eitt og sama sama tungumálið því þá myndu þau geta skilið hvert annað.

Í mörgum löndum eru fleiri en ein þjóðtunga. Hvað er mikilvægast, það að geta talað við landa sína sem hafa annað móðurmál eða geta talað við restina af heiminum? Í t.d. Eistlandi, landi með 1,4 milljónir íbúa, eru 70% sem tala eistnesku sem móðurmál og 29% rússnesku. Eistneska er finnsktúrgískt mál en rússneskan austslavneskt. Þar fyrir utan kvíslast eistneska tungumálið niður í fleiri mállýskur, um fram allt í suðeistnesku og norðeistnesku, sem eru fremur ólík tungumál. Swiss hefur 7,3 milljónir íbúa. 4,6 milljónir hafa þýsku, 1,4 milljónir frönsku, 500 000 ítölsku og 35 000 retorómönsku að móðurmáli.

Á meirihlutinn að læra tungumál minnihlutans?

Hvaða tungumál ráðleggur þú íbúum Swiss og Eistlands að læra fyrst og fremst fyrir utan sitt eigið tungumál? Finnst þér að minnihlutinn eigi að læra tungumál meirihlutans, og ef svo er, ætti þá meirihlutinn að læra mál minnihlutans einnig þegar fleiri stór minnihlutamál eru í landinu? Hefur minnihlutinn tíma til að læra tungumál meirihlutans þegar einnig er ætlast til af honum að hann læri eitt eða fleiri ”heimstungumál” s.s. ensku, spænsku, frönsku, þýsku, kínversku og rússnesku? Neyðist minnihlutinn til að læra tungumál meirihlutans getur hann varla náð að læra eitt eða fleiri heimstungumál eins vel og meirihlutinn sem ekki þarf að læra tungumál minnihlutans. Hvernig leysum við þetta?

Það eru til lönd þar sem minnihlutinn fær ekki einu sinni kennslu í eigin tungumáli. Hvernig heldur þú að fari fyrir tungumálum þeirra í framtíðinni? Jú, þau hverfa og með tungumálinu menning þeirra, því tungumál er einnig menningarberi.

Ef þú heldur áfram lestrinum munt þú komast að því að það er til lausn.


© Hans Malv, 2004