Hvaða tungumál ætti að verða sameiginlegt vinnutungumál EB?

Þegar við sameinumst um eitt vinnutungumál í EB, og það munum við þurfa að gera fyrr eða seinna, þá væri ekki fullnægjandi ef við sameinuðumst um að velja eitt af tungumálum EB-landanna sem vinnutungumál, því tungumálayfirburðir eykur völd á öllum sviðum.

Latína?

Í gegnum árin hafa margar tillögur komið um að nota latínu sem vinnutungumál með skírskotun til að evrópsku tungumálin hafa mikinn fjölda orða sem eiga rætur að rekja til latínu. Latína er þar að auki ekki lengur þjóðtunga, ef frá er talið að latína er opinbert tungumál, samhliða ítölsku, í Páfagarði. Því miður er það erfitt að læra latínu að rökréttast væri nú að velja í staðinn esperantó, sem hægt er að kalla latínu nútímans og sem hefur létta málfræði sem auðvelt er að læra og u.þ.b. 80% av orðstofnunum eru sóttir í latínu eða í rómönsk tungumál sem þróast hafa úr latínu.

Ef esperantó yrði valið sem vinnutungumál EB myndi það hafa í för með sér málalegra jafnrétti á meðal allra EB-borgaranna og umfram allt, friðun fyrir öll tungumál og þá menningu sem tungumálunum tilheyra. Hvað er best, menningarleg samskipun eða menningarlegur fjölbreytileiki?

Emma Bonino er stjórnmálamaður frá Ítalíu og situr í Evrópuráðinu. Í blaðaviðtali sagði hún skortinn á sameiginlegu sambandstungumáli hindra efnahagslega þróun í EB. Þar að auki sagði hún að eitt hlutlaust tungumál myndi hafa þann kostinn að verja fjölbreytileikann og tungumálaminnihlutahópa. Hún hampaði einnig esperantó þar sem það hefur sýnt sig í rannsóknum að það tekur skemmri tíma að læra það en önnur tungumál.

Samstaða

Í samstöðu með fátækum löndum heims ættu allir innan EB að sameinast um eitt sameiginlegt mál, og velja þá auðvelt og hlutlaust tungumál. Enskan með sína flóknu stafssetningu, flóknu málfræði og ef hægt er ennþá flóknari framburð, krefst allt of langs, dýrs, og mikils tíma að læra og þar að auki mjög mikillar kunnáttu af kennurunum.

Í heimi sem skreppur æ meir saman ættum við í EB, þegar við veljum sameiginlegt vinnutungumál, einnig að líta út fyrir landamæri EB, því hvaða tungumál sem við veljum mun hafa mjög mikla þýðingu fyrir allan heiminn. Heimurinn í dag er í mikilli þörf fyrir eitt sameiginlegt tungumál til samskipta milli ólíkra málasvæða. Ekki minnst vegna þess að heimurinn verður æ flóknari og alþjóðlegu samskiptin aukast stöðugt.

Ef aðildarriki EB geta sameinast um eitt sameiginlegt vinnutungumál og um kennslu í því í öllum skólum EB þá mun þetta tungumál verða að heimstungumáli. Einnig yrði það að opinberu tungumáli innan SÞ þar sem EB hefur mikla og aukna þýðingu fyrir efnahaginn í heiminum.

Veldu rétt – veldu .........

Í augnablikinu er eina hugsanlega vinnutungumálið, auk esperantó, í raun enskan. Val á ensku sem vinnutungumál myndi þýða enn stærri ógnun við tilverurétt fjölda minni tungumála ásamt því að styrkja enn meir áhrif enskrar og amerískrar menningar á evrópskt (og jafnvel á annara heimsálfa) menningarlíf. Þar af leiðandi yrði menningin einsleitari, fátækari, og til lengri tíma litið myndum við sjá menningarsnauðari Evrópu og jafnvel heim. Þar að auki er enskan það erfitt tungumál að stór hluti Evrópubúa myndu ekki geta fylgt umræðunum í hinum ýmsu stofnum EB eða lesið fundargerðir o.fl. frá þessum stofnunum. Vel á minnst þá hefur enska tungan ekki þá alþjóðlegu stöðu sem við í Evrópu oft höldum.

Vilt þú ekki varðveita fjölmenningarlega Evrópu og fjölmenningarlegan heim? Fjölmenningarleg Evrópa er meira en samanlögð summa allra menningarheimanna því margir menningarheimar munu hafa áhrif á og veita hver öðrum innblástur til aukinnar menningarlegrar þróunnar, sem allir hagnast á, einnig enskumælandi fólk.

Hvers vegna ekki kínverska?

Ef EB þrátt fyrir allt vill velja eitt þjóðtungumál, hvaða tungumál ætti þá að verða fyrir valinu? Af mörgum ástæðum ætti þetta tungumál að verða skyldumál í öllum skólum EB-landanna. Við getum ekki krafist þess að allir skólakrakkar læri tvö eða fleiri framandi tungumál. Þess vegna verður tungumálið að vera alþjóðlega gjaldgengt. Eitt land með sterkann hagvöxt og sem bráðum hefur 1 300 000 000 íbúa, þ.e.a.s. miklu fleiri íbúa en samanlagt England, Bandaríkin, Kanada og Ástralía, er Kína. Það eru fleiri manneskjur sem tala kínversku en nokkuð annað tungumál. Það er ekki ólíklegt að eftir 50 ár verði Kína stærsta fjárhagslega stórveldi heims. 2002 var hagvöxturinn yfir 7 %. Munu Kínverjar í framtíðinni vera jafn viljugir að tala ensku við okkur? Ættum við kannski að gera kínversku að sameiginlegu vinnutungumáli EB? Það væri góð skipulagning fram í tímann og myndi hjálpa okkur í EB að þróa gefandi viðskiptasambönd á risamarkaði Kína. Eða eigum við kannski að mæta Kínverjum á miðri leið? Í Kína er fólk hlynnt esperantó. Þar er kennsla í esperantó og m.a. eru gefin út mörg tímarit á esperantó og þar að auki eru þar útvarpssendingar á þessu tungumáli. Verður fólk jafn jákvætt eftir 50 ár?

Þungur nýlenduþrýstingur

Þó margir voni, þá verða þeir að taka því, að enskan verður aldrei meðtekin sem sameiginlegt alþjóðamál. Að hluta til vegna þess að spænsku- og frönskumælandi lönd munu aldrei leyfa það og að hluta til vegna þess að það er alltof þungur nýlenduþrýstingur. M.a. á Indlandi og Suður-Ameríku eru stórir hópar neikvæðir til ensku tungunnar af síðast nefndu ástæðunni. Og vel á minnst, hvaða af mörgum afbrigðum enskunnar ættum við að velja? Oxford English, sem einungis 3 – 5 % af íbúum Englands tala eða kannski General American sem er það afbrigði enskunnar sem flestir tala? Já, það eru til fjöldi annara tilbrigða með bæði mismunandi stafssetningu og framburði.

Það er alls ekki öruggt að tvær manneskjur, sem báðar tala ensku, geti skilið hvor aðra. Það hefur Englendingur sem vinnur við þýðingar sagt mér.

Ekki allir hafa tungumálahæfileika

Sá sem leggur til að enskan verði alheimstungumál hefur eitthvað af eftirfarandi: Ensku sem móðurmál; hefur ekki sett sig inn í hversu flókið tungumál enska er í raun; hann/hún hefur lært ensku með miklum erfiðleikum og er of latur/löt til að læra nýtt tungumál eða hann/hún er tungumálasnillingur sem sér ekki að ekki allir hafa jafn góða tungumálahæfileika.

Í rannsókn í sex Vestur-Evrópulöndum var niðurstaðan sú að u.þ.b. 7% af íbúunum gátu vel skilið miðlungs erfiðan texta á ensku.


© Hans Malv, 2004