Hvers vegna ættir þú að læra esperantó?

Ef þú ert opin út á við og líkar að ferðast ættir þú að læra esperantó. Hvert sem þú ferðast munt þú hitta vini sem munu fara með þig í skoðunarferðir og segja frá landi sínu. Þetta er eitthvað fyrir heimsferðalanga, lestarferðalanga, já eitthvað fyrir alla sem vilja kynnast öðrum menningaheimum og löndum innan frá, gegnum persónuleg kynni sem eru möguleg með sameiginlegu tungumáli.

100 tímarit

Það eru til u.þ.b. 100 tímarit á esperantó, þar af er stór hluti sérfræði- og menningarrit. Útvarpsstöðvar í m.a. Póllandi, Brasílíu, Kína, Kúbu, Eistlandi, Ungverjalandi, Ítalíu og Páfagarði hafa reglulegar útvarpssendingar á esperantó.

Netið

Ef Netið brýtur niður landafræðilegar hindranir, þá brýtur esperantó niður þær tungumálalegu. Á Netinu getur þú fengið mikið magn upplýsinga á esperantó. Á Netinu fara fram meiri samskipti á esperantó en á dönsku þó að í Danmörku búi meira en fimm miljónir manns. Á Netinu eru margir velsóttir umræðuhópar á esperantó. Margir velja að skiptast á tölvubréfum. Netföng er að finna í mörgum esperantótímaritum. Það er einnig hægt að skrifa til Koresponda Servo og fá netföng fólks með sömu áhugamál.

Einn stór kostur við esperantó er að það er hægt að læra tungumálið af sjálfsdáðun með aðstoð góðra námsbóka. Í mörgum löndum eru haldin námskeið í esperantó.

Eitt skilyrði fyrir velheppnuðu tungumálanámi er að oft og reglulega nota tungumálið. Endurtekning er móðir allrar námstækni.

Þú getur lagt þitt af mörkum fyrir mannkynið

Þú getur lagt þitt af mörkum með því að vinna að því að esperantó verði gert að vinnutungumáli SÞ. Ef við náum þeim árangri eru kostirnir feikna miklir.

Kostnaðurinn fyrir SÞ mun lækka um marga milljarða á ári hverju. Þar að auki munum við fá betri heim því skilyrðin fyrir samtali milli þjóða, og ekki einungis milli leiðtoga þeirra, munu batna gífurlega. Þegar fræðibækur, niðurstöður vísindarannsókna, leiðbeiningar o.fl. verða einnig skrifuð á esperantó mun það auka velferðina á jörð vorri þar sem verkfræðingar, kennarar o.fl. í löndum litlu tungumálanna munu hafa allt aðra og miklu fleiri möguleika á að fylgja þróunninni.

”Á næstu tveimur kynslóðum munum við líklega fá álíka mikið af breytingum í heiminum eins og við fengið samanlagt frá fæðingu Jesú”. (Gunnar Adler-Karlsson, þjóðhagfræðingur og prófessor í samfélagsfræðum)

”Ef við viljum ekki ganga aftur á bak verðum við að hlaupa” (Pelagius).


© Hans Malv, 2004