Tungumál og hagfræði

Menntun eða stórslys

H G Wells sagði að saga mannkynsins yrði æ meira keppni milli menntunnar og stórslysa.

Bandaríkin, sambandsríki með 50 fylki, er land í fararbroddi fyrir iðnvæðingu heimsins. Það sem sterklega stuðlar að þessu er að fólkið í öllum 50 fylkjunum skilur sama tungumál og að tungumál landsins hefur orðið að ráðandi alþjóðamáli hvað varðar stjórnmálasambönd, viðskipti, tækni og rannsóknir.

Bandaríkjamaður þarf ekki að eyða fjölda ára af unglingsárum sínum í að læra framandi tungumál, þó hann vilji verða rannsóknarmaður eða verkfræðingur. Hvers vegna ætti hann að gera það? Það verða þeir hins vegar að gera sem hafa ekki ensku sem móðurmál. Þetta hefur í för með sér mikla fötlun gagnvart enskumælandi fólki sem þurfa ekki að eyða tíma í tungumálanám. Þrátt fyrir málanám munu þeir sem ekki eru enskumælandi ekki skilja allt þegar þeir í starfi sínu lesa fræðibókmenntir á ensku eða fara á alþjóðlegar ráðstefnur þar sem tungumálið er enska.

Saga er líka mikilvæg

Þessi tungumálafötlun mun, óháð því í hversu mörg ár í viðbót við þvingum unglingana okkar að læra tungumál, ekki einungis haldast heldur aukast. Þetta vegna hraðvaxandi tækniþróunnar í æ flóknari heimi. Mörg ár af þeim sem unglingarnir okkar neyðast til að eyða í að læra framandi tungumál gætu þau í staðinn notað í starfsmenntun, sögu, bókmenntir, stærðfræði eða vinnu. Málakunnátta mun verða enn mikilvægari fyrir komandi kynslóðir. En komandi kynslóðir munu hafa sömu takmörkuðu heila sem við. Hvernig eiga þau að standast kröfurnar um aukna tungumálakunnáttu? Jú, ef stjórnmálamenn okkar geta leyst vandamálið á frábæran hátt. Það er nefnilega til alþjóðamál sem er mjög auðvelt að læra. Ef stjórnmálamenn EB og SÞ myndu gera þetta tungumál að vinnutungumáli EB og SÞ myndi tungumál þetta skjótt verða sameiginlegt tungumál heimsins fyrir alþjóðleg samskipti og vísindi.

Líklegasta og mikilvægasta skýringin á mismuninum á efnahagsvextinum milli landa með svipaða stjórnarhætti, er á hvaða menntunnarstigi íbúarnir eru á. Þetta þýðir að ef unglingarnir í einu landi þurfa að nota samanlagt tvö ár af skólagöngu sinni í að læra ensku áður en þeir fara út í atvinnulífið, þá munu þau lönd þar sem unglingarnir hafa ensku sem móðurmál fá töluvert betri efnahagsþróun.

Það eru auðvitað einnig aðrir þættir sem eru mikilvægir fyrir efnahagsþróunina eins og t.d. engin spilling, góðar samgöngur, stöðugar leikreglur fyrir markaðinn, fjárfestingar á háu stigi og að kostnaðurinn sé í samræmi við samkeppnislöndin.

Misheppnuð alþjóðaviðskipti

Hvort sem viljum eða ei þá verðum við að taka því að það eru ekki lengur til nein algjörlega hrein þjóðhagkerfi og við erum ennþá á leiðinni í áttina að sameiginlegum alheimsefnahag. Verslun milli landa krefst samskipta milli seljanda og kaupanda sem síðan krefst eins tungumáls sem báðir aðilar skilja það vel að ekki komi upp misskilningur. Hversu margir viðskiptasamningar hafa ekki verið gerðir milli t.d. Svía sem töluðu lélega ensku og Japana sem töluðu jafn ófullnægjandi ensku? Samkvæmt alþjóðalögmannastofunni Baker McKenzie, sem hefur skrifstofur í 35 löndum, er misskilningur líklega stærsta ástæðan fyrir misheppnuðum alþjóðaviðskiptum.

The confusion of languages obstructs the trade among countries and translations costs vast sums. Money that in the very end the households of the world are bound to pay. The confusion of languages every year costs the people of the world billions of $. Do you want a change?

Fátæk lönd hafa ekki efni á að gera léleg viðskipti

Fátæk lönd ættu ekki að þurfa að gera léleg alþjóðaviðskipti vegna ófullnægjandi tungumálhæfileika.

Ef skólabörn heimsins myndu læra esperantó í staðinn fyrir að læra tungumál sem flestir munu aldrei ná almennilega tökum á, þá myndi verða tími afgangs til að læra önnur fög, mikilvægari fyrir efnahag landanna og einnig fagtengda hæfni, sem mun hafa í för með sér að allmennt menntunnarstig landsins hækkar og lífskjörin batna. Það mun líka verða tími afgangs í nám í eigin tungumáli og sögu.

Rannsóknir sýna að verslun og fjárfestingar hafa aukist milli svæða með sama tungumál. Að sjálfsögðu myndi esperantó ekki koma í stað móðurmáls nokkurs lands, þvert á móti er eitt af markmiðum esperantó er að aðstoða við að viðhalda hinum ýmsu tungumálum. Í EB framtíðarinnar, eða í heimi, framtíðarinnar þar sem allir eða flestir munu hafa tök á tveimur tungumálum, sínu eigin og esperantó, mun ekki lengur vera til tungumálahindranir. Þetta mun ótvírætt verða verslun, fjárfestingum og velferð í hag.

Sameiginlegt alþjóðatungumál allra frjálsra manna

Ef allir jarðarbúar gætu óhindrað haft samskipti sín á milli myndi það auðvelda fólki að skiptast á hugmyndum og hugsunum og auðvelda alþjóðlega samstöðu sem einungis hinir ráðandi í ófrjálsum ríkjum hafa ástæðu að hræðast. Auðvitað munu íbúar þessara landa ekki þurfa að læra öll sameiginleg alþjóðamál frjálsra manna, ekki fyrstu árin, en ekkert land getur komist af án alþjóðlegra samskipta. Esperantó er þar fyrir utan svo auðvelt að læra að nýnæmt fólk mun læra það hvort sem þeir þurfa eða ekki.

Aukin esperantónotkun gefur fljótari dreifingu á nýrri þekkingu, og ný tækni mun samlagast skjótar samfélaginu. Það eykur rannsóknir og vísindi ef námsmenn og vísindamenn geta náð í upplýsingar frá stærra svæði en eigin málsvæði. Stór hluti vísindamanna í dag hafa einvörðungu gott vald á eigin tungumáli, hvort sem það er franska, enska, kínverska, rússneska eða spænska.

Allir munu fá það betra – Það er satt

Ef við getum öll haft hindranalaus samskipti okkar á milli á hlutlausu alþjóðamáli þá munum við öll fá það betra. Það er hins vegar ekki gott að ein þjóðtunga verði einnig eina alþjóðamálið því þá fáum við nokkurs konar tungumálalega heimsvaldastefnu sem mun útrýma mörgum þjóðtungum og einnig hafa í för með sér að alþjóðamenningin sléttist út, sem mun leiða til að þjóðlegar óánægjuraddir og stjórnmálalegur órói víða um heim munu leysast úr læðingi.

Ef við í EB veljum esperantó sem opinbert tungumál þá mun þetta hafa mikla þýðingu fyrir öll fátæk lönd þar sem skólakrakkar myndu læra esperantó miklu fyrr og ódýrara en nokkuð annað tungumál. Og það mun efla alþjóðadreifingu á nýrri velferðaraukandi tækni. Til að ný tækni fái fótfestu í landinu nægir ekki að handfylli verkfræðinga í höfuðborginni ráði yfir kunnáttu um hina nýju tækni.

Tuttugu sinnum fleiri tungumál

Margir menntaðir Afríkanar styðja esperantó og vilja meina að einungis esperantó geti leyst þá undan málaofríki gömlu nýlenduherranna og ryðja veginn fyrir jafnréttissamskiptum við önnur lönd. Í Afríku eru töluð tuttugu sinnum fleiri tungumál en í Evrópu (u.þ.b. 2000 gegn u.þ.b. 100) þó að u.þ.b. jafnmargir íbúar séu í báðum heimsálfunum. Það að innleiða esperantó er að sýna viljann í verki og sýna samstöðu með fátækum löndum um allan heim. Fátæk lönd hafa ekki efni á láta nemendur læra ensku í fleiri ár, sem þar að auki kemur ekki að neinu gagni. Esperantó sem alþjóðamál myndi hafa í för með sér aukin alþjóðasamskipti, ekki minnst milli fátækra landa. Þannig hafa t.d. hin ýmsu afríkulönd ekki getað komið sér saman um nokkuð sameiginlegt tungumál fyrir samskiptin þeirra á milli.

Það er betra að vera ríkur og heilbrigður ður en fátækur og veikur

Ef við gætum sameinast um eitt auðvelt sameiginlegt alþjóðamál þá myndi það hafa ótrúlega mikla þýðingu fyrir heilsufar almennings í öllum löndum. Einnig í þínu landi.

Leyfðu mér að útskýra.

Þannig tungumál myndi breiða út þekkingu um mannréttindasáttmálann (skv. SÞ) til allra landa. (Sjá ofar). Þegar mannréttindi eru í heiðri höfð í samfélagi bætir það heilsufar íbúa. Það er nefnilega þannið að öll mannréttindi verða að vera uppfyllt til að viðhalda góðri heilsu og vellíðan fólks. Réttinum til heilbrigðis er ekki hægt að stefna að einum og sér.

Sameiginglegt alþjóðamál myndi auðvelda hraða útbreiðslu á nýrri læknisfræðilegri tækni til allra landa. Einnig myndi það gera menntun og endurmenntun lækna, hjúkrunarfólks og annars starfsfólks á heilbrigðissviði, ódýrari og auðveldari.

Sameiginlegt alþjóðamál myndi auðvelda efnahagsþróun allra landa. (Sjá ofar). Efnahagur og félagsleg þróun eru mikilvægir þættir í að ákveða heilbrigði. En hérna er víxlverkun. Áhrifarík heilsugæsla eykur og bætir efnahag landsins. Þegar efnahagur landsins batnar fær það möguleika á að byggja upp góða innri byggingu samfélagsins sem stórlega bætir heilsfar íbúanna sem bætir efnahag landsins osfrv.

Með innri byggingu er átt við skóla, vegi, járnbrautarteina, flugvelli, hafnir, orkuver, rafmagnskerfi, vatns- og skólplagnir, sorphirðu, símakerfi, osfrv.


© Hans Malv, 2004