EB vex, hvað þýðir það?

1. maí 2004 stækkar EB frá 15 aðildarlöndum til 25 aðildarlanda. Þá bætast við Ungverjaland, Slóvakía, Slóvenía, Pólland, Tékkland, Eistland, Lettland, Litháen, Malta og Kýpur. Fjöldi aðildartungumála eykst frá 11 í 20 og fjöldi íbúa verður 455 milljónir. Þá mun þurfa 380 túlka af ýmsum gerðum á hvern fund í Evrópuþinginu, þar sem hver túlkur túlkar einungis frá einu tungumáli á annað, venjulega á móðurmál sitt. Fundargerðir og önnur skjöl, með nokkrum undantekningum, verða að vera þýdd á öll tungumál aðildarlandanna.

Nokkrum árum seinna verða líklega Rúmenía og Búlgaría aðildarríki í EB sem þá fær 31 milljón íbúa í viðbót. Fjöldi tungumála hækkar þá í 22 og fjöldi þýðingarsamsetninga í 462. (Fjöldi þýðingarsamsetninga fæst fram með formúlunni N (N-1), þar N stendur fyrir fjölda tungumála).

Kannski kemur Tyrkland með í EB um leið og Rúmenía og Búlgaría og þá mun EB hafa samtals 550 milljónir íbúa.

Meðal þeirra landa sem talið er líklegt að bætist í hóp aðildarríkjanna á næstu áratugum má nefna Júgóslavíu (Serbía-Montenegró), Króatíu, Bosníu, Makedóníu og Albaníu, sem þýðir fimm ný tungumál í viðbót (serbíska, króatíska, bosníska, makedónska og albanska) innan EB og samanlagt 33 aðildarríki með 575 milljónir íbúa. Ætti ekki svona stórveldi að hafa eitt sameiginlegt tungumál fyrir milliríkjasamtölin og sem vinnutungumál í EB? Auðvitað! Auðvitað! Að sjálfsögðu!